fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Fókus

Fékk áfall þegar hún fór í gegnum tölvu látins eiginmanns síns – „Ég áttaði mig á því að ég þekkti hann aldrei“

Fókus
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 11:54

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk móðir, þekkt sem CherryBombSquad007 á TikTok, missti eiginmann sinn og í kjölfar andláts hans fór hún í gegnum eigur hans og komst að því að maðurinn var ekki allur þar sem hann var séður.

Hann lést fyrir þremur árum og er hún, sem við köllum hér eftir CB, loksins tilbúin að opna sig um andlát hans og hvað gerðist í kjölfarið. Hún kallar myndbandaseríuna „Late Husband Chronicles“ á TikTok.

Eiginmaður hennar fékk verk fyrir brjóstið og fór á bráðamótttökuna. Hann var síðan útskrifaður stuttu síðar eftir að hafa gengist undir rannsóknir en á leiðinni út af sjúkrahúsinu fékk hann hjartaáfall og lést. CB segir það erfitt að fá aldrei að vita almennilega hvað hafi gerst á sjúkrahúsinu þennan dag.

„Ég er einstæður faðir“

Að missa hann svona skyndilega var mikið áfall en hún fékk annað áfall þegar hún fór í gegnum tölvuna hans. Hún sá samtöl hans við „kærustur“ hans, ekki bara eina kærustu heldur margar.

Hún sá líka hvað hann hafði logið um hana og samband þeirra:

„Hún fór frá mér fyrir annan karlmann.“

„Hún lenti í slysi og er í dái og ég er aleinn.“

„Konan mín var að deyja. Ég er einstæður faðir.“

„Þetta er í annað skipti sem hún fer frá mér og dóttur okkar.“

Næsta sem CB ákvað að gera var að fara í gegnum bankayfirlit eiginmannsins. Hann hafði eytt tugi þúsunda á klámsíðum og keypti einnig gjafir handa „kærustum hans á netinu.“

Reyndi að rukka hana fyrir upplýsingar

CB reyndi að fá meiri upplýsingar frá einni „kærustunni.“

„Hún sagði: „Ég skal senda þér allt en það mun kosta þig, ég veit allt sem þú vilt vita.““

Þegar hún var að fara að loka tölvunni sá hún ný skilaboð poppa upp á skjánum frá enn annarri konu.

„Ég áttaði mig á því að ég þekkti hann aldrei.“

@cherrybombsquad007 Part 7 im still angry but ill never get anwsers to my questions #fypシ #foryou #foryoupage #cheater #secret #fyp #why #unhappy #truth #liar #crazy #fyp #foryou #series ♬ original sound – Cherrybombsquad007🍒

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna