fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fókus

Taldi einkennin hluta af breytingaskeiði en voru í raun krabbamein – „Ég vildi ekki vita hversu langt ég ætti eftir“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 22:00

Carol var ekki hugað líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona að nafni Carol Kernaghan greindist með krabbamein eftir að hafa sýnt einkenni sem hún taldi vera vegna breytingaskeiðsins. Þrátt fyrir slæmar horfur náði hún að sigrast á meininu.

Greint er frá þessu í breska blaðinu Manchester Evening News.

Carol er í dag 63 ára gömul, búsett í bænum Frome í Somerset í suðvestur hluta Bretlands. Hún byrjaði að finna fyrir einkennum fyrir fjórum árum síðan.

Einn daginn fór hún að finna fyrir verk í mjöðminni. Á sama tíma fór hún að taka eftir einstaka blóðblettum í nærbuxunum.

Hugsaði ekki mikið út í þetta

Hún hugsaði lítið út í þetta. Taldi að þetta væri eðlilegur hluti af breytingaskeiðinu. Hún vann mikið, 12 tíma á dag við að sinna sjúklingum með heilabilun.

Í janúar mánuði árið 2021 fékk hún mikla blæðingu og var flutt með hraði á bráðamóttöku. Tekin voru úr henni vefjasýni og var hún þá greind með krabbamein í legi. Var henni boðið að fara í legnám.

En áður en hún gat farið í legnámið rofnaði þarmaveggurinn. Hún fékk mikla blóðsýkingu og settur var upp stoma poki.

Verra en búist var við

Frekari rannsóknir sýndu að meinið var búið að dreifa sér víðar um líkamann.

„Þegar þeir skoðuðu mig að innan sáu þeir að hlutirnir voru langt um verri en þeir bjuggust við,“ sagði Carol. „Ég fór í sneiðmyndatöku og þeir sáu að krabbameinið var í blöðrunni, leghálsinum, kviðnum, mjaðmaveggnum. Þetta var úti um allt.“

Eins og gefur að skilja voru horfurnar ekki góðar. Læknarnir komust að því að hún væri með genagalla, kenndan við Lynch, sem gerði hana í meiri hættu á að fá krabbamein.

„Mér var sagt að ég þyrfti líknandi meðferð. Það var ekkert sem þeir gætu gert. Það væri ekki hægt að framkvæma aðgerð,“ sagði Carol.

Meðtók ekki skilaboðin

Carol sagðist ekki hafa getað meðtekið þessi skilaboð. „Heilinn á mér þoldi þetta ekki. Í svona aðstæðum áttar þú þig ekki á því hvað sé að gerast. Þetta snerist um að komast í gegnum daginn,“ sagði hún.

Carol fagnaði að vera laus við krabbameinið.

Hún vildi ekki hugsa út í þetta og vildi ekki skipuleggja sína eigin jarðarför. „Ég vildi ekki vita hversu langt ég ætti eftir,“ sagði hún.

Læknarnir voru í sambandi við dóttur hennar, Jennifer, og héldu henni upplýstri um ástand móður hennar. Þennan sama dag komst Jennifer að því að hún væri ólétt af syni. Carol bjóst ekki við því að sjá drenginn fæðast.

Kraftaverk

Carol undirgekkst ónæmismeðferð, sem var ætlað að bæta líf hennar. Þessi meðferð gekk hins vegar undravel og æxlin smækkuðu mikið. Að lokum gat Carol farið í aðgerð til að láta fjarlægja þau. Í október árið 2021 var krabbameinið horfið.

„Ég grét. Ég trúði ekki að þetta væri búið,“ sagði Carol sem hefur verið laus við meinið síðan þá. „Ömmudrengurinn minn er tveggja ára í dag og svo fallegur. Ég er svo glöð að hafa getað kynnst honum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“