fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Fókus

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk veitingastaðar í Michigan í Bandaríkjunum var heldur betur hissa þegar það sá að viðskiptavinur hafði skilið eftir tæplega 1,4 milljónir í þjórfé, eða 10 þúsund dali.

„Venjulega sjáum við mesta lagi hundrað dala seðil í þjórfé, það kemur fyrir,“ sagði Tim Sweeney, rekstrarstjóri Mason Jar Cafe í Benton Harbor í Michigan.

„En við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“

A mystery customer left a massive tip at a small town restaurant in Michigan. Picture: The Hill

Fyrir tveimur vikum skildi viðskiptavinur, sem er aðeins þekktur sem Mark, rausnarlega þjórféð. Sweeney fékk „áfall“ þegar hann sá kvittunina og flýtti sér að fara á eftir Mark, sem útskýrði af hverju hann hafi verið svona örlátur.

„Þetta var til að heiðra minningu vinar hans sem var nýlega látinn. Hann var í heimsókn í bæjarfélaginu vegna jarðarfararinnar.“

Starfsfólk veitingastaðarins ákvað að skipta þjórfénu á milli sín, í samtals níu hluta svo hver fór með 150 þúsund krónur heim.

„Það voru svo margar ótrúlegar konur að vinna þennan dag, duglegar mæður, sem bara virkilega verðskulduðu þetta,“ sagði þjónustukona staðarins, Paige Mulick. NY Post greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna