fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Rifjar upp hryllilegu dagana eftir hvarf systur sinnar – Málið sem heimurinn stóð á öndinni yfir

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 10:31

Matthew Holloway.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthew Holloway, bróðir Natalee Holloway, rifjar upp dagana eftir hvarf systur sinnar og hvernig hann og foreldrar hans leituðu af líki hennar í ruslahaugum.

Um er að ræða frægt sakamál sem olli miklum heilabrotum í tæp 20 ár og var viðfangsefni fjölda hlaðvarpa, heimildaþátta, umræðuþráða og útvarpsþátta. Í október í fyrra var málið loksins leyst, að einhverju leyti, þegar Joran van der Sloot játaði á sig fjárkúgun og bankasvindl í tengslum við hvarf Natalee árið 2005. Þar með játaði hann í raun að bera ábyrgð á andláti hennar og gat fjölskylda stúlkunnar loksins fundið ró.

Sjá einnig: Loksins búið að ná fram réttlæti í málinu sem heimurinn stóð á öndinni yfir – „Því miður þá elskar fólk góða ráðgátu“

Natalee Holloway ferðaðist til Arúba með öðrum útskriftarnemum úr gagnfræðaskóla sínum í Alabama, Bandaríkjunum. Seinast sást til Natalee þann 29. maí árið 2005. Þá var hún stödd á bar í höfuðborg Arúba. Hún yfirgaf barinn um hálf tvö leytið um nóttina í silfurlitaðri bifreið með Van der Sloot og bræðrunum Deepak og Satish Kalpoe, sem hún hafði kynnst á barnum.

Hvarf Natalee spurðist fljótt út og varð tilefni töluverðs fjölmiðlafárs. Foreldrar hennar flugu til Arúba samstundis og vörðu næstu vikunum í að ræða við lögreglu og fjölmiðla til að vekja athygli á hvarfinu. Lögregla hafði upp á Kalpoe bræðrum sem og Van der Sloot, en ekki fundust sönnunargögn sem nægðu til að ákæra mennina.

DV fjallaði ítarlega um málið árið 2022.

Natalee Holloway.

Man eftir pabba sínum á haugunum

Matthew Holloway rifjar upp þegar hann og fjölskyldan leituðu að Natalee, í nýju heimildarmyndinni Pathological: The Lies of Joran van der Sloot.

„Ég man eftir pabba á haugunum, hann var að rífa poka opna, færa stærri tæki og tók upp alls konar dót með berum höndum. Hann var að leita að Natalee. Pabbi var alveg hundrað prósent í þessu og að sjá það var mjög kraftmikið.“

Því miður fannst lík Natalee aldrei. „Ég hafði einhverja tilfinningu, bara sem foreldri, þessa tilfinningu að hún væri hérna ekki lengur,“ segir pabbi Natalee, Dave Holloway.

„En ég þurfti að sannfæra alla um að ég hefði rangt fyrir mér, að kannski myndum við finna hana lifandi. En ég hafði þessa ömurlegu tilfinningu að eitthvað væri ekki rétt.“

Joran van der Sloot var sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Stephany Flores árið 2010.

Van der Sloot var efstur á lista grunaðra yfir þá sem taldir eru hafa komið að hvarfi Natalee. Hann hafði reglulega tjáð sig um aðkomu sína að hvarfinu í fjölmiðlum í gegnum árin. Meðal annars sagðist hann hafa selt Natalee til mansalshrings og að hann hafi drepið hana og komið líkinu fyrir í ótilgreindu feni. Síðar dró hann þessar fullyrðingar til baka og sagði að þær hafi aðeins verið settar fram til þess að fá athygli.

Hann var ákærður í maí í fyrra fyrir að fjárkúga fjölskyldu Holloway fyrir allt að 250 þúsund dollara, um 35 milljónir króna. Hann er sagður hafa óskað eftir peningagreiðslu gegn því að veita upplýsingar um hvar lík hennar sé að finna. Fjölskylda Holloway á að hafa millifært inn 10 þúsund dollara, andvirði 1,4 milljónir króna, inn á bankareikning Van der Sloot en aldrei fengið neinar frekari upplýsingar um hinsta hvílustað stúlkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum