fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Þekktur leikari látinn langt fyrir aldur fram

Fókus
Mánudaginn 26. febrúar 2024 09:22

Kenneth Mitchell var 49 ára þegar hann lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell er látinn, 49 ára að aldri. Kenneth er einna best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Captain Marvel og í þáttunum Star Trek: Discovery.

Mitchell glímdi við Lou Gehrig-sjúkdóminn, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, sem hann greindist með fyrir um fimm árum. Hann lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Susan May Pratt og tvö börn, 16 og 11 ára.

„Ken var iðinn og duglegur í öllu sem hann gerði en þessir eiginleikar sáust best hjá honum þegar hann sinnti föðurhlutverkinu,“ segir í minningarorðum fjölskyldu hans.

Mitchell kom víða við á ferli sínum í leiklist og kom meðal annars fram í litlum hlutverkum í þáttum eins og Grey‘s Anatomy, CSI: Miami, Criminal Minds, Private Practice. Þá fór hann með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum Jericho með Skeet Ulrich en þættirnir fengu mjög góða dóma á sínum tíma.

Hans síðasta hlutverk kom í Hulu-þáttunum The Old Man árið 2022 þar sem Jeff Bridges fór með aðalhlutverkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum