fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Blaðamaður BBC harðlega gagnrýndur fyrir að spyrja um manndóm leikara

Fókus
Mánudaginn 26. febrúar 2024 13:15

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður BBC sætir harðri gagnrýni eftir að hafa spurt írska leikarann Andrew Scott óviðeigandi spurningar á rauða dreglinum fyrir BAFTA verðlaunahátíðina.

Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Scott var að spjalla við blaðamann BBC, Colin Paterson, sem spurði hann spurninga um annan írskan leikara, Barry Keoghan.

Keoghan fór með glæsileik í myndinni Saltburn en nektaratriði hans í myndinni hefur verið umtalað.

Barry Keoghan Says He Put Himself 'Out There' with Nude 'Saltburn' Dance
Barry Keoghan í Saltburn.

Paterson spurði Scott út í atriðið, þó Scott hafi ekkert haft með myndina að gera.

Hann spurði síðan leikaranum út í manndóm Keoghan og hvort Scott vissi hvort Keoghan hafi notað gervilim eða ekki í atriðinu.

Á þessum tímapunkti hafði Scott augljóslega fengið nóg og gekk í burtu.

Netverjar hafa gagnrýnt blaðamann BBC harðlega.

„Andrew Scott er þarna út af myndinni hans [All of Us Strangers], sem hlaut fjölda tilnefninga, og þú spyrð hann að þessu? Það var augljóst að honum þótti þetta óþægilegt en blaðamaðurinn hélt samt áfram,“ sagði einn netverji.

Fleiri voru sammála og sögðu sumir að þetta hafi verið „dónalegt og vandræðalegt.“

„Hefði hann spurt Paul Mescal, sem er gagnkynhneigður, þessarar spurningar? Alls ekki,“ sagði einn. Andrew Scott er samkynhneigður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar