fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Afhjúpar ástæðuna fyrir „tungl-andlitinu“ – „Það eru allir að glíma við eitthvað“

Fókus
Laugardaginn 24. febrúar 2024 13:49

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn og leikkonan Amy Schumer hefur verið greind með Cushing-heilkennið. Leikkonan greindi frá þessu í viðtali á dögunum.

Áður höfðu aðdáendur mikið velt fyrir sér útliti leikkonunnar sem er nokkuð bjúguð í andlitinu eða með svokallað „kodda-andlit“. Umræðan fór að stað þar sem leikkonan hefur undanfarið verið í kynningarferð fyrir þættina Life & Beth.

„Á meðan ég var í viðtölum út af þáttunum mínum á Hulu var ég á sama tíma í fjögurra klukkustunda segulómun, að lenda í því að æðarnar mínar hættu að virka út af öllu blóðinu sem hafði verið dregið úr mér, hugsandi að það væri möguleiki að ég yrði ekki hér til að sjá son minn vaxa úr grasi. Svo að komast að því að ég er með það afbrigði af Cushing sem ætti að greiðast úr án inngrips, og ég er í raun heilbrigð voru bestu tíðindi sem ég gat fengið“

Leikkonan segir að eftir að netverjar fóru að vekja athygli á útliti hennar hafi hún gert sér grein fyrir því að ekki væri allt eins og það ætti að vera.

„Þetta eru búnar að vera galnar vikur undanfarið fyrir mig og fjölskyldu mína. Fyrir utan áhyggjur af heilsu minni þá þurfti ég líka að koma fram og verða vitni að Internetinu að leggja fram óumbeðið álit sitt. En ég þakka guði fyrir þessa afskiptasemi, því þannig áttaði ég mig á því að eitthvað væri í ólagi.“

Schumer segist vilja vera talskona fyrir heilsu kvenna.

„Skömmin og gagnrýnin á líkömum okkar, sem taka stöðugum breytingum, er eitthvað sem ég hef þurft að bæði kljást við sjálf og verða vitni að hjá öðrum í langan tíma. Ég vil að konur elski sig og þær séu óstöðvandi í því að berjast fyrir eigin heilsu í þessu kerfi sem venjulega trúir þeim ekki.“

Schumer segir greiningu sína gott dæmi um að fólk viti í raun aldrei hvað er í gangi í lífi annarra.

„Það eru allir að glíma við eitthvað. Kannski gætum við bara öll verið aðeins betri hvort við annað og við okkur sjálf.“

Schumer hafði áður tjáð sig um gagnrýnina á Instagram þar sem hún sagðist hafa veitt umræðunni eftirtekt.

„Það er rétt hjá ykkur að andlitið mitt er bólgnara en venjulega núna. Ég er með endómetríósu sem er sjálfsofnæmissjúkdómur sem allar konur ættu að kynna sér. Það eru læknisfræðilegir og hormónatengdir hlutir í gangi í lífi mínu þessa stundina, en ég er samt í góðu lagi.“

Þegar streituhormónið kortisól flæðir yfir líkamann í alltof miklu magni í lengri tíma getur það leitt til Cushing-heilkennis. Kortisól hjálpar líkamanumað viðhalda blóðþrýstingi, að halda jafnvægi á blóðsykri, draga úr bólgum og breyta fæðu í orku.

Einkenni Cushing-heilkennis eru hár blóðþrýstingur, þaninn kviður og mjóir útlimir, kringlótt andlit sem stundum er kallað tungl-andlit, veikburða vöðvar, beinþynning, bólur og viðkvæm húð sem er lengi að gróa. Heilkennið getur valdið óreglu á tíðahring kvenna og stundum koma fram breytingar á skapi ásamt þreytutilfinningu.

Til að lækna Cushing þarf að finna út hvað veldur offramleiðslu á kortisól og uppræta ástandið. Algengar ástæður eru aukaverkun lyfja eða hormónaframleiðandi æxli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum