fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Hlutskipti systranna Ingibjargar og Lilju

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 10:03

Ingibjörg og Lilja Mynd: Rachel Jones

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar og listakonurnar Lilja og Ingibjörg Birgisdætur opna á morgun, laugardaginn 24. febrúar, sýninguna Hlutskipti í Þulu gallerí í Marshallhúsinu. Opnunarsýningin er frá kl. 17 – 19, en sýningin stendur til 31. mars. Sýningin er fyrsta sýningin sem systurnar halda saman.

Gelatín silfurprent, olíumálning. 2024

Á Hlutskipti munu þær sýna handmálaðar ljósmyndir, vídjóverk og resin skúlptúra. Inntak sýningarinnar er tilgangsleysi hversdagsins og magn alls þess drasls sem safnast svo auðveldlega í kringum okkur. Hafa þær skapað blóm, táknmynd fegurðar, úr þessum hversdagslegu hlutum með þá spurningu að leiðarljósi: hvenær tapar hlutur gildi sínu og fegurð?

Hlutskipti
Allt okkar líf seljum við tíma okkar og orku til að geta sankað að okkur hlutum.
Og vissulega safnast þeir upp, þar til þeir eru faldir inn í skáp eða geymslu, gleymast og glata tilgangi. Heimili okkar blása út, belgjast út af hlutum sem fylgja okkur, eða hafa kannski alltaf verið þarna, stundum er erfitt að muna hvaðan þetta kom allt saman. Á endanum kemur óhjákvæmilega að því að við rúmum ekki lengur þetta fargan sem fylgir okkur. Þá er að sjálfsögðu kominn tími til að stækka við sig, vinna meira, þéna meira, þenjast út, til þess eins að ferja lokaða kassa úr einni myrkvaðri geymslu í aðra rúmbetri. Og þegar dagur er að ævikvöldi kominn fá börnin okkar það hlutskipti að fara í gegn um skápa, skúffur og hirslur. Velja hvaða arf þau vilja halda áfram að dröslast með milli sinna heima.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024