fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hlutskipti systranna Ingibjargar og Lilju

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 10:03

Ingibjörg og Lilja Mynd: Rachel Jones

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar og listakonurnar Lilja og Ingibjörg Birgisdætur opna á morgun, laugardaginn 24. febrúar, sýninguna Hlutskipti í Þulu gallerí í Marshallhúsinu. Opnunarsýningin er frá kl. 17 – 19, en sýningin stendur til 31. mars. Sýningin er fyrsta sýningin sem systurnar halda saman.

Gelatín silfurprent, olíumálning. 2024

Á Hlutskipti munu þær sýna handmálaðar ljósmyndir, vídjóverk og resin skúlptúra. Inntak sýningarinnar er tilgangsleysi hversdagsins og magn alls þess drasls sem safnast svo auðveldlega í kringum okkur. Hafa þær skapað blóm, táknmynd fegurðar, úr þessum hversdagslegu hlutum með þá spurningu að leiðarljósi: hvenær tapar hlutur gildi sínu og fegurð?

Hlutskipti
Allt okkar líf seljum við tíma okkar og orku til að geta sankað að okkur hlutum.
Og vissulega safnast þeir upp, þar til þeir eru faldir inn í skáp eða geymslu, gleymast og glata tilgangi. Heimili okkar blása út, belgjast út af hlutum sem fylgja okkur, eða hafa kannski alltaf verið þarna, stundum er erfitt að muna hvaðan þetta kom allt saman. Á endanum kemur óhjákvæmilega að því að við rúmum ekki lengur þetta fargan sem fylgir okkur. Þá er að sjálfsögðu kominn tími til að stækka við sig, vinna meira, þéna meira, þenjast út, til þess eins að ferja lokaða kassa úr einni myrkvaðri geymslu í aðra rúmbetri. Og þegar dagur er að ævikvöldi kominn fá börnin okkar það hlutskipti að fara í gegn um skápa, skúffur og hirslur. Velja hvaða arf þau vilja halda áfram að dröslast með milli sinna heima.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“