fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Daníel heldur minningu sonar síns á lofti – „Enginn viðbúinn því að missa barnið sitt“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 11:30

Daníel Sæberg Hrólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er enginn viðbúinn því að missa barnið sitt. Ég held að það sé eðlilegt að fara í vonleysið fyrst um sinn en það er engin ein rétt leið til að fást við sorgina. Við syrgjum öll á okkar hátt og það er allt í lagi. Þó svo að mér líði vel akkúrat núna þá er það ekkert alltaf þannig. Ég upplifi ennþá mjög strembna tíma, ég ætla ekki að ljúga um það,“

segir Daníel Sæberg Hrólfsson. Sonur hans, Jökull Frosti Sæberg, lést af slysförum árið 2021, fjögurra ára að aldri. 

Í viðtali við K100 segir Daníel það hafa verið þungbært að sætta sig við að þurfa að halda áfram að lifa lífinu án Jökuls Frosta. Á þeim tíma hafi hann þó fundið tilganginn í eldri syni sínum, Hrólfi Sæberg. „Auðvitað vildi ég halda áfram fyrir hann og vera honum góð föðurímynd.“ Nýlega eignaðist Daníel soninn Míó Sæberg með sambýliskonu sinni.

Daníel heldur minningu sonar síns á lofti með styrktarviðburðinum Græna deginum sem haldinn verður í annað sinn 2. mars í WorldFit-salnum í World Class á Tjarnarvöllum. Meðal þeirra sem koma fram eru Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti, Prettyboitjokko, Páll Óskar og Birnir. „Mér fannst viðeigandi að tengja Græna daginn við afmælið hans. Svo varð þetta nafn á viðburðinn fyrir valinu vegna þess að hann var með svo græn og falleg augu.“

„Dagskrá viðburðarins er þannig að það verða æfingar í WorldFit-salnum á klukkutíma fresti og á hálftíma fresti taka þekktir tónlistarmenn og plötusnúðar lagið á milli æfinga. Það eru ekki til orð yfir það hversu þakklátur ég er öllu þessu fólki og fyrirtækjum sem hafa viljað leggja Græna deginum lið og gefa vinnu sína. Þetta er ómetanlegt fyrir mig og mína.“

Allir eru velkomnir að taka þátt í viðburðinum, húsið opnar kl. 8 og viðburðurinn stendur frá kl. 9 til 15. Þátttakan kostar 1.000 krónur en einnig verður tekið við frjálsum framlögum. Allur ágóði af viðburðinum mun renna óskiptur til Arnarins minningar- og styrktarsjóðs.

„Hjá Erninum er unnið magnað starf. Örninn hefur gert mikið fyrir elsta son minn, Hrólf Sæberg, sem missti mikið þegar Jökull Frosti lést,“ segir Daníel.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér. 

Skráning á viðburðinn er hér.

Þeir sem vilja styrkja Örninn minningar- og styrktarsjóð geta lagt inn á neðangreindan reikning: 

Reikningur 0318-26-2372

Kennitala 660618-0900

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum