fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Stóð á lestarpallinum í sjálfsvígshugleiðingum þegar hún fann ófæddan son sinn sparka

Fókus
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi sjónvarpsstjarnan Sarah-Jane Honeywell opnar sig um erfiða reynslu, meira en áratug frá því að hún var rekin frá sjónvarpsstöðinni BBC fyrir að sitja fyrir ber að ofan í góðgerðarskyni.

Árið 2011 var Sarah-Jane rekin frá barnastöðinni CBeebies, sem er í eigu BBC, fyrir að hafa tekið þátt í nektarmyndatöku fyrir dýravelferðarsamtökin PETA. Hún ræddi um þetta tímabil í lífi sínu í viðtali hjá The Sun.

Sarah-Jane segir að óvænti brottreksturinn og undir hvaða kringumstæðum hann hafi átt sér stað hafi haft gríðarleg áhrif á hana. Hún segir að hún hafi staðið frammi fyrir 17,5 milljóna króna skuld og hafi verið nálægt því að svipta sig lífi.

„Mér fannst ég hafa brugðist eiginmanni mínum, foreldrum mínum og bara öllum,“ segir hún.

„Ég var gangandi á leiðinni á lestarstöðina í Liverpool og ég var ekkert búin að hugsa um að drepa mig eða meiða mig, en þetta var eins og einhver þráhyggja. Ég fann bara: „Ég þarf að stökkva [fyrir lestina].“ En síðan fann ég litla strákinn minn sparka og það kom mér út úr þessu.“

„Ég var beðin um að taka þátt í PETA myndatöku þar sem ég er vegan. Ég átti að vera í brjóstahaldara og buxum,“ segir hún og bætir við að hún hefði seinna verið beðin um að sitja fyrir ber að ofan og í nærbuxum því það „myndi vekja meiri athygli.“

Það varð mikill skandall þegar PETA myndirnar fóru í loftið. „Ég var mjög týnd. Mér fannst ég hafa tapað því sem gerði mig að mér. Mér fannst allur tilgangur, bara allt saman, vera að hverfa,“ segir hún.

Næstu árin átti Sarah-Jane erfitt með að fá vinnu og árið 2015 náði hún botninum. Hún var stórskuldug og langaði að binda endi á líf sitt. Hún var þá ólétt af syni sínum og þegar hún stóð á lestapallinum í Liverpool fann hún hann sparka.

Seinna stofnaði hún leiklistarskólann Curious Theatre School ásamt eiginmanni sínum, Ayden Callaghan. Þau eiga saman tvo syni, Phoenix og Indiana.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“