fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Sprenghlægilega sagan á bak við „handtöku“ Bert Kreischer

Fókus
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 15:30

Segura og Kreischer/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn vinsæli Bert Kreischer er þekktur fyrir að gera góðlátlegt grín að fjölskyldu sinni, og þá helst af sjálfum sér. Eins hefur vakið athygli vinátta hans og grínistans Tom Segura, en þeir hafa haldið úti vinsælum hlaðvarpsþáttum, 2 Bears, 1 Cave.

Nýlega fóru sögur á flug um að Bert Kreisher hafi fyrir skömmu komist í kast við lögin. Hann hafi verið handtekinn og færður í fangageymslu. Að sjálfsögðu vakti þessi saga töluverða athygli og umtal. Fyrir hvað hafði Bert verið handtekinn? Slagsmál? Kynferðislega áreitni? Hvað gat það verið? Svarið er þó ekki eins krassandi og fólk hafði vonað. Hér var nefnilega um hrekk að ræða.

Þeir Segura og Kreischer vita fátt betra en að stríða hvorum öðrum, hvað þá ef þeir ná að handa í góðan hrekk. Að þessu sinni var það Segura sem nýtti tækifærið þegar Bert var fjarri góðu gamni í hlaðvarpinu. Segura sagði áhorfendum að Kreischer hefði því miður verið handtekinn og væri að eyða smá tíma á bak við lás og slá. Hann sendi vini sínum stuðning á þessum erfiða tíma og vonaðist til farsælla málalykta.

„Vonandi verður hægt að greiða úr þessu lagaveseni. Ég veit að hann er með bestu lögmenn sem hægt er að fá. Hann er líka með mikið af heilsubrestum svo hann nýtur núna aðhlynningar í sjúkradeild fangelsisins.“

Að sjálfsögðu kveiktu flestir aðdáendur á perunni að hér væri um enn einn hrekkinn að ræða, en þó ekki allir sem varð til þess að sagan fór á flug. Urðu þeir félagar loks að staðfesta að hér hafi verið um brandara að ræða og enginn hafi verið hnepptur í járn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Segura kemur orðrómi á kreik um félaga sinn. Á síðasta ári hélt Segura því fram að Kreischer væri illa haldinn eftir að ofdrykkja hafi gengið frá nýrum hans. Kreischer væri því að leita sér að nýju nýra. Þetta var að sjálfsögðu uppspuni.

Eins hafa þér félagar nú árum saman keppt um hvor þeirra gefi betri afmælisgjafir. Kreischer átti hreinlega ekki orð eitt árið þegar Segura gaf honum tebolla sem mun hafa verið í eigu Hitlers.

Þegar Kreischer tók svo upp á því að dansa til að kynna uppistand sitt þá gat Segura hreinlega ekki látið kyrrt liggja og henti í sitt eigið dansmyndband. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“