fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Síma- og auralaus á götum Spánar með hótunarbréf í vasanum – „Maðurinn hennar var þannig týpa að ég trúði þeim alveg“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 13:22

Nína Richter. Mynd/Instagram @ninarichteryeah

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta sló niður allan Íslendingarembing í mér,“ segir fjölmiðlakonan og laganeminn Nína Richter um ævintýri hennar á Spáni fyrir um fimmtán árum.

Nína var gestur í Fókus, spjallþætti DV í síðustu viku.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á Spotify, Apple Podcasts eða hlaðvarpsveitu Google.

Sjá einnig: Nína Richter um systurmissinn – „Ég var nítján ára og mér leið eins og mér hefði verið hent fram af hengiflugi“

Nína fór fyrst til Spánar þegar hún var 22 ára til að vinna sem sjálfboðaliði við að kenna börnum ensku og landafræði. Hún missti vinnuna eftir að hafa flogið heim til Íslands til að mæta í jarðarför, en yfirmenn hennar á Spáni trúðu því ekki að Íslendingar biðu í viku með að jarða ástvini. Hún var ekki tilbúin að gefast upp á Spáni og sótti um að vera au-pair og fékk það fljótt í gegn.

„Ég var komin út eftir viku. Þarna var fólk í hjónabandserfiðleikum, það er svona leiðin til að orða þetta pent. Hún vildi fá mig til að fara með sér í djammferðir til að halda framhjá manninum sínum. Hana vantaði skvísuvinkonu með ljóst hár sem var til í þetta,“ segir Nína og bætir við að þetta hafi verið algjörlega á skjön við auglýsingu fjölskyldunnar. Þar hafi konan sagst vera rithöfundur og ætti tvö börn með eiginmanni sínum sem væri lögfræðingur.

„Þetta leit rosalega vel út [á blaði], sá fyrir mér að ég væri að fara að vera á einhverju menningarheimili […] Nema hún var ekki rithöfundur nema upp að því marki að hún skrifaði klámsögur fyrir netið. Síðan var rosalega mikil drykkja og óregla á þessu heimili. Ég fór í einhvern meðvirknipakka og reyndi að vera þarna eins lítið og ég komst upp með. Þetta náttúrulega endaði svo í einhverri sósu.“

Eftir þrjá mánuði, þegar samningur Nínu rann út, báðu hjónin hana um að framlengja samninginn en hún neitaði. Þau kröfðust þess að vita af hverju og endaði Nína með að segja þeim sannleikann.

„Ég sagði, eftir að þau höfðu gengið á mig: „Neysluvenjur í kringum áfengi eru ekki bara alveg í samræmi við það sem ég að venjast.“ Voða dipló svar. En þau [misstu vitið] og hentu mér út á götu og sendu mér hótunarbréf. Ef ég væri ekki búin að koma mér út innan X tíma myndi ég hafa verra af. Maðurinn hennar var þannig týpa að ég trúði þeim alveg. Þau tóku af mér símann, en ég var með vegabréfið mitt. Og ég fékk enga peninga. Sjóðirnir mínir tómir þökk sér hruninu, ég var í svolítið vondum málum. Var bara þarna ein í smáþorpi með þrjár evrur í vasanum.“

Nína segir frá Spánarævintýrinu, eða martröðinni kannski frekar, í spilaranum hér að ofan.

Fylgstu með Nínu Richter á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Hide picture