fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Barnastjarnan týndi sjálfri sér í krúnuleikunum – „Það er erfitt að tala um þetta“

Fókus
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 12:30

TOKYO, JAPAN - APRIL 19: Actress Maisie Williams attends the press conference for "Game of Thrones" Season 6 on April 19, 2016 in Tokyo, Japan. (Photo by Jun Sato/WireImage)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krúnuleikarnir gjörsigruðu heiminn árið 2011 þegar þættir byggðir á samnefndum bókaflokk hófu göngu sína. Þar var fjallað um ævintýraheim þar sem í stað tækni mátti finna galdra, dreka, sverð og baktjaldamakk. Fylgdust áhorfendur með ólíkum einstaklingum og kapphlaupi þeirra að járnhásætinu og undan fimbulkuldanum úr Norðri.

Þættirnir komu mörgum leikurum rækilega á kortið. Ein þeirra er Maisie Williams sem fór með hlutverk hinnar ungu Aryu Stark. Williams er fædd árið 1997 og var því aðeins 14 ára þegar fyrsti þátturinn fór í loftið, svo tæknilega mátti hún sjálf ekki horfa á þættina sem hún lék í því þeir þykja nú ekki hæfa börnum. Hún gat þó horft á lokaþáttinn árið 2019, enda þá komin á þrítugsaldur.

Átta ár þykja kannski ekki langur tími, í hugum þeirra sem hafa lifað heilu áratugina. En fyrir unga stúlku eru 8 ár heil eilífð og allur unglingsaldurinn sem og táningsárin. Williams hefur nú greint frá því að það hafi verið erfitt að glíma við frægðina á þessum árum, enda var hún aðeins 12 ára þegar hún var ráðin í hlutverkið.

„Ég var týnd í töluverðan tíma, og ég vissi að ég væri það, en ég gat ekki náð utan um hver ég væri fyrir utan hlutverkið og það olli töluverðri vanlíðan,“ sagði Williams í samtali við Sunday Times. Hún hafi eytt mikilvægum mótunarárum sínum í að leika hlutverk Aryu Stark, á meðan venjulegir unglingar voru að móta sína eigin persónuleika þá var Williams að móta persónuleika sögupersónu.

„Það er í raun erfitt að hugsa aftur til baka og tala um hversu erfitt þetta var, því þetta er loksins búið.“

Eftir Game of thrones fór hún að leita sér að nýjum hlutverkum og mætti þá í fyrsta sinn mótlætinu í Hollywood. Það var erfitt að mæta í áheyrnarprufur og vera svo neitað um hlutverk, en hún hafði aldrei gengið í gegnum slíkt áður.

„Höfnun á þessum tíma var eitthvað svo persónuleg, svo sár. Ég var stöðugt að bera mig saman við aðrar leikkonur og hvernig þær líta  út, og þetta er einhver sú versta leið sem þú getur farið til að brjóta sjálfa þig niður.“

Williams þurfti að læra að líða vel í eigin líkama og átta sig á kynvitund sinni. Hún skilgreinir sig sem konu en finnst þó kynvitund sín vera utan kynjatvíhyggjunnar og meira flæðandi.

„Mér finnst gott að hafa enga þörf til að skilgreina þetta niður í öreindir, ég get bara tjáð mína kynvitund eins og ég kýs, en ég upplifi mig og skilgreini mig enn sem konu. Ég hef ekki verið andvaka af hugsunum um kynhneigð heldur. Ég verð ástfangin af persónum, ekki fólki eða kyni. Ég hef ekki neitt á móti þeim sem vilja skilgreina kynhneigð sína, en mér finnst það vera alfarið undir hverjum og eignum komið. Fólk á að gera og vera það sem það vill.“

Williams segist sannfærð um að fleiri barnastjörnur deili þessari reynslu og vonast til að ungir leikarar leiti ráða hjá henni. Hún sé ekki með neinar töfralausnir aðra en upplifun sína en það geti hjálpað að koma tilfinningum sínum í orð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“