fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Pútín leitar að úkraínskri klámstjörnu sem beraði sig á Rauða torginu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 14:53

Lolita Bogdanova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska klámstjarnan Lolita Bogdanova, 24 ára, er komin á lista yfir eftirsóttustu glæpamenn í Rússlandi fyrir að bera brjóst sín á Rauða torginu í Moskvu, höfuðborg Rússlands.

Aðdáendur þekkja Lolitu sem Lola Bunny.

Myndin var tekin árið 2021 en fór nýlega aftur í dreifingu. Rússnesk yfirvöld komust á snoðir um myndbirtinguna og hafa nú sett hana á umræddan lista.

Lolita baðst afsökunar á athæfinu á sínum tíma, þegar myndin fór fyrst í dreifingu um netheima fyrir þremur árum. Hún sagðist ekki hafa birt myndina, heldur hafi einhver annar gert það.

Lolita Bogdanova
Lolita Bogdanova heldur því fram að myndbandið hafi verið tekið upp nokkrum árum áður en það var birt á samfélagsmiðlum.

Leitin að Lolitu kemur í kjölfarið á nýju átaki rússnesku lögreglunnar að handtaka fólk sem litið er á sem „óvini“ nýja rétttrúnaðarins svokallaða sem yfirvöld virðast hafa vaxandi áhyggjur af. Pútín virðist hafa breytt aðeins um nálgun síðan hann tók við embætti fyrir um tuttugu árum og virðist leggja meiri áherslu á „hefðbundin“ gildi.

Fyrirsætan hefur eflaust mikla áhyggjur af því að vera komin í ónáð hjá Pútín en í síðustu viku fannst Alexei Navalny, einn helsti gagnrýnandi forsetans, látinn. Heldur ekkja hans, Yulia Navalnaya, því fram að Pútín hafi verið þar að verki.

Hún virðist þó ekki kippa sér mikið upp við það en hún birti myndbandið hér að neðan fyrir tæpum sólarhring. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“