fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fókus

Sniðgekk Vogue Meghan Markle? 

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 13:30

Meghan Markle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ástsæli aðalritstjóri tískutímaritsins Vogue, Edward Enninful, gaf það út á síðasta ári að hann hygðist láta af störfum í ár. Enninful vildi greinilega skilja við með eftirminnilegum hætti því á síðustu forsíðu hans fékk hann 40 þekktustu konur heims til að sitja fyrir.

„Hér er hún: 76. og síðasta útgáfan mín af Vogue, sex og hálfu ári og 153 forsíðustjörnum síðar, þar á meðal hinar 40 goðsagnakenndu konur sem koma fram á þessari forsíðu. Þetta hefur verið óvenjuleg ferð og algjör heiður.“

Á meðal þeirra kvenna sem prýða forsíðuna eru Victoria Beckham, Kate Moss, Gigi Hadid, Oprah Winfrey, Serena Williams, Jameela Jamil, Salma Hayek, Naomi Campbell og Miley Cyrus.

Það var ein kona sem vakti sérstaka athygli eða réttara sagt af hverju sú kona er ekki á forsíðunni, hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, en þau Enninful voru miklir vinir eftir að Markle var gestaritstjóri eins tölublaðs Vogue árið 2019.

„Af hverju er Meghan Markle ekki á forsíðunni, af því ég veit að Enninful hringdi í hana,“ skrifar einn netverji. Á meðan annar spyr Enninful „Var besta þín, Meghan Markle, upptekin þennan dag?“

Enninful og Markle

Tölublað Markle með Enninful það mest selda í sögu Vogue

Í september árið 2019 kom út Forces for Change tölublað Vogue, sem Markle gestaritstýrði, þar voru konur eins og leikkonurnar Gemma Chan og Jane Fonda, og Jacinda Ardern, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, á forsíðunni, konur sem veita öðrum innblástur.

Tölublaðið varð mest selda tölublaðið í 104 ára sögu breska Vogue og seldist upp á innan við 10 dögum.

Ári síðar ræddi Enninful við Sky News um gagnrýni þá sem Meghan fékk á sig eftir að hún gekk til liðs við konungsfjölskylduna og hélt hann því fram að hann teldi gagnrýnina ekki aðeins vera vegna kynþáttafordóma. Hann lýsti hertogaynjunni sem  hugrakkri konu og sagði: „Hluti af þessu var líklega rasismi, en þetta var meira stofnun. Allir bjuggust við að hún kynni reglurnar. Og ég held að stundum taki það tíma að skilja reglurnar,“ sagði Enninful og bætti við að honum fyndist meðferðin á Markle hafa verið ósanngjörn.

Hættir á toppnum

Enninful tók við sem aðalritstjóri breska Vogue í ágúst 2017 og var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna yfirmannsstarfi hjá breska tískutímaritinu, og í desember 2020 var hann gerður að evrópskum ritstjóra Vogue. Hann hefur breytt áherslum tímaritsins með áberandi hætti og verið ötull talsmaður fjölbreytileika, bæði á forsíðu og í greinum blaðsins. Hann mun nú hætta á toppnum og tekur við nýrri stöðu á þessu ári. „Þegar ég tek við mínu hlutverki mínu, sem alþjóðlegur og menningarlegur ráðgjafi Conde Nast fyrir Vogue, er ég staðráðinn í að halda áfram að berjast fyrir ótrúlegum fjölda radda í tísku og fjölmiðlum og tryggja að við höldum breytingum síðustu ára áfram. Það er ennþá margt sem á eftir að breyta,“ segir Enninful sem segist fullur þakklætis og vera stoltur af því mikilvæga starfi sem unnist hefur síðustu ár hjá Vogue.

Til að telja upp fleiri konur á síðustu forsíðu hans má nefna leikonurnar Jane Fonda, Jodie Comer, Salma Hayek og Laverne Cox, fyrirsæturnar Cindy Crawford, Cara Delevingne og söngkonuna Dua Lipa. Forsíðan var ljósmynduð af Steven Meisel og fór fram í desember í stúdíói á Manhattan í New York. Síðasta Vogueblað Enninful kemur út 13. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir kyntröllinu úr Desperate Housewives? – Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir kyntröllinu úr Desperate Housewives? – Svona lítur hann út í dag