fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Fókus

Ekkert hefði getað búið hana undir viðbrögð eiginmannsins við framhjáhaldinu

Fókus
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 22:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var loksins tilbúin að segja eiginmanni mínum frá framhjáhaldi mínu en ekkert hefði getað búið mig undir viðbrögð hans.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Ég hef verið að kyssa og knúsa vin eiginmanns míns í nokkra mánuði og við höfum átt í mjög innilegu tilfinningalegu framhjáhaldi. Við erum ástfangin,“ segir hún.

„Ég var hrædd um að eiginmaður minn yrði reiður þegar ég myndi segja honum, jafnvel hóta að henda mér út. En hann gerði það ekki, heldur sagði hann að þetta væri „turn on.“

Nú er það ég sem er miður mín!“

Konan er 33 ára og eiginmaður hennar er 35 ára. Þau hafa verið saman í ellefu ár og eiga tvo syni.

„Ég sagði bara eiginmanni mínum frá þessu því sameiginlegur vinur okkar sá mig og elskhuga minn kyssast. Ég hef verið óttaslegin síðan þá að vinur okkar komi upp um mig, eða segi eiginkonu elskhuga míns frá öllu saman. Þegar umræddur vinur byrjaði að birta tilvísanir um lygar og framhjáhöld á Facebook þá vissi ég að þessu væri beint til mín og það væri kominn tími til að segja sannleikann.“

Konan settist niður með manninum sínum og opinberaði framhjáhaldið.

„Hann hló. Þetta truflaði hann ekkert og hann gaf meira að segja í skyn að ég mætti halda áfram að kyssa aðra karlmenn.

Ég er svo ringluð á þessu öllu saman og mér finnst eins og ég sé föst, lokuð inni. Ég efast um að elskhugi minn muni fara frá fjölskyldu sinni.

Ég er nokkuð viss um að eiginmaður minn hefur haldið framhjá mér fyrir einhverjum árum, þó hann hafi aldrei viðurkennt það.

Það eina sem ég vil er að vera elskuð en maðurinn sem elskar mig getur ekki verið með mér, á meðan er eiginmanni mínum drullu saman.“

Ráðgjafinn svarar:

„Leit þín að ást hefur komið þér í þessar aðstæður. Ef elskhugi þinn neitar að fara frá fjölskyldu sinni þá veistu að þetta verður aldrei neitt og þú ert bara að fresta hinu óhjákvæmilega.

Segðu honum að þessu sé lokið. Næsta sem þú þarft að gera er að komast að því hvort hjónaband þitt sé búið eða ekki.

Það hljómar eins og eiginmaður þinn hafi verið að taka þér sem sjálfsögðum hlut og þess vegna fórstu annað til að fullnægja tilfinningaþörf þinni. Ræddu við hann og fáðu hann til að vera hreinskilinn við þig. Þið eigið tvö börn, það er þess virði að reyna þeirra vegna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Caitlyn Jenner birti svakaleg skilaboð eftir fráfall O.J. Simpson

Caitlyn Jenner birti svakaleg skilaboð eftir fráfall O.J. Simpson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kelsey svaraði algengustu spurningunni um hjónaband hennar og Hafþórs – „Hann beygir sig“

Kelsey svaraði algengustu spurningunni um hjónaband hennar og Hafþórs – „Hann beygir sig“