fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fókus

Eiginkonan leyfði honum að bragða eigin meðal

Fókus
Laugardaginn 10. febrúar 2024 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi ekki hversu mikið ég væri að særa eiginkonu mína með því að sofa hjá öðrum konum fyrr en hún leyfði mér að bragða eigin meðal. Ég er gjörsamlega ónýtur.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Ég hef alltaf verið mikill glaumgosi, bæði fyrir og eftir að ég gekk í hjónaband. Nú dauðskammast ég mín þegar ég hugsa um hvað ég hef gert eiginkonu minni.

Ég viðurkenni að fyrstu þrjú árin í hjónabandinu þá var ég ekkert að spá í eiginkonu minni. Ég er núna 40 ára.

Líf mitt breyttist þegar sonur minn fæddist fyrir sjö árum. Ég hætti að drekka allar helgar og hætti að halda framhjá. Ég notaði alla mína orku í uppeldið og að vera til staðar fyrir son minn.

Eiginkona mín er 38 ára og undanfarin tvö ár hefur félagslíf hennar aukist til muna. Hún fer oft út á djammið, kemur seint heim og mér finnst hegðun hennar stundum grunsamleg. En hvernig gæti ég sakað hana um eitthvað eftir allt sem ég hef gert?

Hún var að glíma við þunglyndi í fyrra, hún sagði að ég hafi ekki verið til staðar fyrir hana. Ég hélt hún myndi komast yfir það en ég sá síðan skilaboð frá samstarfsfélaga hennar og áttaði mig á því að hún væri að halda framhjá. Við rifumst og hún sagði að ég væri búinn að vera að hunsa hana.

Við höfum ekki stundað kynlíf lengi og ég hef varla haldið í hönd hennar, hvað þá kysst hana. Hún hafði náð botninum en ég var ekkert að hugsa um hennar tilfinningar. Hún sagðist hafa notið þess að þurfa ekki að hugsa um ömurlega hjónaband okkar þegar hún var með elskhuga sínum.

Ég er svo miður mín að hafa ekki séð það sem hún þurfti.

Hún er búin að binda endi á framhjáhaldið og við erum að vinna í okkar sambandi, en ég kemst ekki yfir tilhugsunina um hana og þessum gaur. Þau vinna líka ennþá saman.

Ég hef áhyggjur hvaða áhrif þetta hefur á son minn. Hvernig gat ég verið svona sjálfselskur að halda framhjá? Ég er að gjalda fyrir það núna.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú hefur fengið að finna vel fyrir þínum mistökum en þú ert í betri aðstöðu en margir aðrir. Hún er búin að segja þér hvað hún þarf og hvernig þú getur gefið henni það sem hún vill. Hún vill ást og umhyggju, athygli og nánd. Nýttu tækifærið og gerðu allt sem þú getur til að sýna henni að þú getur gefið henni það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir kyntröllinu úr Desperate Housewives? – Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir kyntröllinu úr Desperate Housewives? – Svona lítur hann út í dag