fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Beggi Ólafs: Karlmenn, svona verðið þið „rétti makinn“

Fókus
Þriðjudaginn 17. desember 2024 09:29

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan.

Á dögunum birti hann myndband um ástina og leitina að rétta makanum. Beggi sagði að frekar en að spyrja: „Hvernig finn ég rétta makann?“ Ætti fólk að spyrja: „Hvernig get ég verið rétti makinn?“

Hann gefur nokkur ráð sem, að hans mati, hjálpa þér að verða aðlaðandi kostur. Hann virðist beina orðum sínum til karlmanna.

Ný föt

Í fyrsta lagi hvetur hann þá til að uppfæra fataskápinn. Hann nefnir verslanirnar Uniglo, COS og Zöru, seinni tvær eru hérlendis.

„Viðráðanlegt verð og smart,“ segir hann.

Sterkari líkami og hugur

Næsta sem hann nefnir eru styrktaræfingar, bæði fyrir líkama og sál.

„Lyftu lóðum, farðu út að hlaupa og borðaðu hreina fæðu,“ segir hann.

Þegar kemur að andlegu hliðinni segir hann: „Hugleiddu, farðu í kalda karið, skrifaðu í dagbók, vertu í flæði og forgangsraðaðu ánægju. Einblíndu á að bæta þig sjálfan, ekki sanna þig fyrir öðrum.“

Farðu í sturtu og hlustaðu

Beggi hvetur karlmenn einnig til að gæta vel að hreinlæti. „Farðu í klippingu, farðu reglulega í sturtu, klipptu neglurnar og vertu með hreint í kringum þig,“ segir hann.

Áhrifavaldurinn segir það einnig hjálpa að læra góð samskipti með því að lesa, skrifa og tala.

„Þegar þú ert að eiga samtal þá skaltu hlusta, spyrja spurninga, segja sögur, vinna í góðum húmor og vertu örlátur og indæll.“

Að lokum nefnir Beggi markmiðssetningu. Hann fer nánar út í það í færslunni sem má sjá hér að neðan, ef þú sérð ekki myndbandið smelltu hér. Það getur einnig virkað að endurhlaða síðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu