fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fókus

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 15:30

Tyson landaði góðu höggi en þá rak Paul út úr sér tunguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kenningar fljúga nú á samfélagsmiðlum um að úrslitin í hnefaleikabardaganum á milli Mike Tyson og Jake Paul hafi verið ákveðin fyrir fram. Atvik þegar Paul rekur út úr sér tunguna er sagt sýna fram á það.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Bardaginn þann 16. nóvember var afar umdeildur. Ekki sýst vegna þess að Tyson er orðinn 58 ára gamall. Strax í annarri lotu var farið að draga af Tyson og Paul hafði yfirhöndina restina af bardaganum. Eftir átta lotur var Paul lýstur sigurvegari með einróma dómaraákvörðun.

Nú hafa úrslit hins umdeilda baradaga verið dregin í efa. Það er vegna atviks þar sem Paul sést reka út úr sér tunguna.

„Jake Paul er að gefa Mike merki um að taka því rólega,“ skrifaði einn áhorfandi á samfélagsmiðilinn X.

Lét hann fylgja með myndbrot úr bardaganum þar sem Tyson náði góðu höggi beint á hökuna á Paul. Strax eftir það setti Paul tunguna út.

Sumir myndu telja að Paul hefði gert þetta til þess að sýna Tyson fram á að höggið hefði ekki meitt hann neitt. En samsæriskenningasmiðir telja að um merkjasendingu hafi verið að ræða.

Talsmaður fyrirtækisins Most Valuable Promotions, sem stóð að bardaganum, neitaði að svara spurningum Daily Mail um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gat ekki keypt snakk í friði þegar hann var í Biggest Loser

Gat ekki keypt snakk í friði þegar hann var í Biggest Loser