fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Frægu systkinin tala ekki saman: Biður hana opinberlega afsökunar fyrir umdeild ummæli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2024 09:30

Eric og Julia Roberts. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Eric Roberts viðurkennir að hann hafi gert mistök þegar hann lét umdeild ummæli falla um systur sína, Juliu Roberts, og dóttur hans, Emmu Roberts. Báðar eru frægar leikkonur.

Eric, 68 ára, fer yfir hápunkta og lápunkta ferilsins í nýrri sjálfsævisögu Runaway Train: Or the Story of My Life So Far. Hann ræðir um samband hans við Juliu og Emmu í bókinni. People greinir frá.

Árið 2018 vöktu ummæli hans mikla athygli. Hann sagði í viðtali við Vanity Fair: „Ef það væri ekki fyrir mig þá væri engin Julia Roberts og engin Emma Roberts, ekki sem stjörnur, sem leikkonur, og ég er mjög stoltur af því.“

Eric Roberts says he's 'not supposed' to talk about his famous daughter and  sister | CNN
Eric, Emma og Julia Roberts. Myndir/Getty Images

Eric, sem hefur glímt við kókaínfíkn í gegnum árin, hefur nú tekið þetta til baka.

„Ég vona að Julia muni taka þessa afsökunarbeiðni góða og gilda. Það er fáránlegt að ég hafi sagt þetta.“

Hann ræðir einnig um fíknivanda sinn í bókinni og segir að hann hafi haft bein áhrif á samband hans við Juliu og systur þeirra Lisu Roberts Gillan.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef þær væru með áfallastreituröskun frá því að það var hættulegt að vera í kringum mig. Lisa og Julia þurftu ást og öryggi, en í stað fengu þær ótta og óvissu.“

En samband hans við systur hans var ekki eina afleiðingin af fíkniefnaneyslu hans. Eric segir að það hafi verið verst að „missa Emmu.“

Eric Roberts’s daughter is ‘American Horror Story’ actor Emma Roberts
Emma Roberts. Mynd/Getty Images

Emma er dóttir Eric og fyrrverandi eiginkonu hans, Kelly Cunningham. Þau hættu saman þegar hún var barn. Julia Roberts stóð við bak Kelly í forræðisdeilunni gegn Eric.

Samkvæmt People fer Eric ekki út í smáatriði um þetta í bókinni en segir að Julia hafi tekið rétta ákvörðun.

„Ég ímynda mér að ég muni vera bróðir Juliu og pabbi Emmu það sem eftir er ævi minnar. Og ég vil standa mig vel […] það er ein af ástæðunum fyrir því að ég skrifaði þessa bók.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West