fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fókus

Sá bíl eiginkonunnar í útskoti við veginn – „Ég stoppaði til að hjálpa, þannig þú getur rétt svo ímyndað þér áfallið“

Fókus
Þriðjudaginn 11. júní 2024 12:31

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég greip eiginkonu mína og fyrrverandi eiginmann hennar glóðvolg stunda kynlíf í bílnum hennar. Þau voru lögð í útskoti við veginn, ekki langt frá heimili okkar. Mér líður eins og algjörum fábjána.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Ég hélt að bíllinn hennar væri í útskotinu því hann væri bilaður og ég stoppaði til að hjálpa. Þannig þú getur rétt svo ímyndað þér áfallið þegar ég sá hana sitjandi klofvega á honum í farþegasætinu.“

Maðurinn er 45 ára og eiginkona hans er 42 ára. Þau eiga tólf ára son saman og hún á sextán ára dóttur úr fyrra hjónabandi. Stúlkan býr hjá föður sínum.

„Eiginkona mín hefur alltaf verið í ágætis sambandi við barnsföður sinn, sem er 47 ára. Þegar dóttir þeirra hætti að heimsækja okkur eins oft og hún var vön þá hélt ég að það væri því hana langaði að eyða meiri tíma með vinum sínum.

Fyrir nokkrum vikum sagðist konan mín vera á leiðinni til dóttur sinnar til að lána henni ferðatösku. Sama kvöld þurfti ég að fara til móður minnar, hún hélt að það væri gasleki en eftir að því var kippt í lag fór ég aftur heim. Á leiðinni keyrði ég framhjá bíl konunnar minnar sem var lagður í útskoti við hliðina á veginum.

Það var ekki fyrr en ég var kominn út úr bílnum og hafði gengið að bílglugganum sem ég tók eftir því að þau væru að kyssast… og meira en það.

Hún öskraði þegar hún sá mig. Ég fór aftur í bílinn minn og keyrði heim, mér blöskraði það sem ég sá.

Tuttugu mínútum seinna kom hún heim, hún hafði verið að gráta. Hún sagði að hún hafi ekki ætlað sér að halda framhjá, það hafi bara gerst.

Ég spurði hvað þau höfðu verið að hittast lengi á laun og hún sagði: „Þrjá mánuði.““

Maðurinn segir að dóttir hennar hafi greinilega vitað af þessu. „Þess vegna hætti hún að koma í heimsókn, hún var að vona að foreldrar hennar myndu taka aftur saman,“ segir hann.

„Sonur okkar heyrði okkur rífast og hann sagðist hata mömmu sína fyrir að splundra fjölskyldunni. Hann er ekki að tala við hana sem stendur, ástandið er slæmt.“

Ráðgjafinn svarar:

„Ef hún er enn að hitta fyrrverandi manninn sinn þá er tími til að þú setjir henni etjukosti. Hún getur ekki lokað alveg á hann vegna stjúpdóttur þinnar, en hún þarf að ákveða sig með hverjum hún vill vera.

Því miður mun alltaf annað hvort barnið verða sárt.

Ef þið viljið bæði bjarga hjónabandinu þá gætuð þið þurft faglega aðstoð, eins og að fara til sambandsráðgjafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi