fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fókus

Brúðkaupsmartröð: Fór í vinsæla snyrtimeðferð tveimur dögum áður og varð nær óþekkjanleg

Fókus
Þriðjudaginn 11. júní 2024 11:07

Skjáskot/Instagram/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska konan Jessica var búin að bíða spennt eftir því að giftist kærasta sínum til sjö ára og barnsföður. Tveimur dögum fyrir brúðkaupið fór hún í meðferð á snyrtistofu og fékk svo svakalega heiftarleg ofnæmisviðbrögð að hún var nær óþekkjanleg.

Jessica fór í mjög saklausa snyrtimeðferð sem margar konur gangast undir reglulega; hún lét vaxa augabrúnirnar sínar.

Hún hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með ferlinu. Jessica er með frekar viðkvæma húð en þegar viðbrögðin versnuðu bara þá vissi hún að þetta væri ekki eðlilegt.

Jessica greindi frá þessu í myndbandi á TikTok og er óhætt að segja að netverjum krossbrá við að sjá ástandið á andliti hennar.

@the.kind.duo This is one of the craziest things that has ever happened to me, and i can’t believe it happened during my wedding 🥲 Disclaimer: This content is exclusively managed by Caters News. To license or use in a commercial player please contact licensing@catersnews.com or call +44 121 616 1100 / +1 646 380 1615 #allergicreaction #allergies #wedding #honeymoon #honeymoontrip #motherhood #mumlife #mumvlog #momsoftiktok ♬ original sound – The Kind Duo

Ein sagði Jessicu hafa brotið gullnu regluna þegar kemur að brúðkaupsundirbúningi.

„Að fara í vax og brúnkusprautun daginn fyrir brúðkaup er alveg bannað,“ sagði hún.

„Ó, nei. Þú átt ekki að fara í vax síðustu vikuna fyrir brúðkaupið,“ sagði önnur.

Svona var ástandið seinna um daginn sem hún fór í vax. Skjáskot/TikTok

Ekki þrífa þig í sjónum

„Tveimur dögum fyrir brúðkaupið fór ég og vinkona mín í neglur á snyrtistofu. Ég hugsaði að fyrst ég væri þarna gæti ég alveg eins látið vaxa augabrúnirnar mínar í leiðinni. Ég var meðvituð um að venjulega þegar ég fer í augabrúnavax þá verður húðin mín alveg skærbleik á litinn en ég hélt að tveir dagar væri nægur tími fyrir húðina að jafna sig,“ segir hún.

Hún hringdi á snyrtistofuna og fékk að vita hvaða vörur snyrtifræðingurinn hafði notað.

Hún notaði soBerry vax frá Lycon. „Og svo sagðist hún hafa borið á mig tea tree olíu til að róa húðina.“ Mörgum netverjum þótti það skrýtið, að snyrtifræðingurinn hafi notað tea tree olíu.

Svona vaknaði hún morguninn fyrir brúðkaupið.

Jessica var eldrauð allan daginn og næsta dag, daginn fyrir brúðkaupið, tók hún eftir því að hún var komin með útbrot og bólga var farin að myndast.

„Ég tók strax ofnæmistöflu og byrjaði að kæla,“ segir hún. Hún leitaði sér upplýsinga á netinu og sá að saltvatn gæti hjálpað og fór á ströndina og þreif andlitið í sjónum. Það átti eftir að koma í bakið á henni.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Henni tókst að ná bólgunni vel niður fyrir brúðkaupið en þegar byrjaði að líða á kvöldið varð hún enn verri. Hún segir að hún hafi reynt að taka þessu með æðruleysi en það hafi verið leiðinlegt að geta ekki verið lengur að skemmta sér með fjölskyldu og vinum, en þau fóru frekar snemma upp á hótel þar sem henni leið svo illa.

Daginn eftir brúðkaupið hafði þetta aðeins versnað og endaði hún með að fara til læknis.

Næsta dag var hún enn verri. Þetta var fyrsti dagur brúðkaupsferðarinnar en þau byrjuðu á læknisheimsókn. Læknirinn sagði að þetta hafi líklegast verið mjög slæm ofnæmisviðbrögð sem urðu verri eftir að hún þreif andlitið í sjónum, en þá hafi hún að öllum líkindum nælt sér í sýkingu. Hún var sett á sýklalyf, fékk ofnæmistöflur og krem.

„Sem betur fer fór ég til læknis því mér var farið að líða mjög illa líkamlega, var með hroll og þreytt. Eftir nokkra daga á lyfjum byrjaði mér að líða betur og bólgan fór að hjaðna.“

@the.kind.duo Allergic reaction explanation! 😅 Disclaimer: This content is exclusively managed by Caters News. To license or use in a commercial player please contact licensing@catersnews.com or call +44 121 616 1100 / +1 646 380 1615 #allergies #allergicreactions #honeymoontrip #wedding #bride #mumsoftiktok #mumvlog #momsoftiktok #motherhood ♬ original sound – The Kind Duo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ben Affleck opnar sig um samband hans og Jennifer Lopez – „Fokking sturlað“

Ben Affleck opnar sig um samband hans og Jennifer Lopez – „Fokking sturlað“
Fókus
Í gær

Eiginkona Kanye West ber að ofan á almannafæri – Aðeins með límband sem huldi lítið

Eiginkona Kanye West ber að ofan á almannafæri – Aðeins með límband sem huldi lítið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvæntur ávinningur af kynlífi sem sjaldan er rætt um

Óvæntur ávinningur af kynlífi sem sjaldan er rætt um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandamálin sem klámstjarnan glímir við í einkalífinu – „Ég hætti við stefnumótið og talaði aldrei aftur við hann“

Vandamálin sem klámstjarnan glímir við í einkalífinu – „Ég hætti við stefnumótið og talaði aldrei aftur við hann“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake