Aldís var í viðtali vikunnar hjá Bítinu á Bylgjunni.
Faðir Aldísar er bandarískur og er frá Detroit. „Hann býr úti, ég er ekki í samskiptum við hann sem stendur,“ segir hún og bætir við að málið sé flókið.
Sindri Sindrason, annar stjórnandi þáttarins, spyr þá hvenær hún var síðast í samskiptum við hann segir hún: „Það eru að verða komin tvö ár síðan.“
Aldís bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar í Þýskalandi, en foreldrar hennar kynntust þar. Hana langar að fara aftur til Þýskalands til að rifja upp þýskuna og komast aftur í flæðið.
Foreldrar hennar skildu þegar hún var þriggja ára og Aldís flutti með móður sinni til Íslands.
„Ég veit ekki hvenær hann flutti en næst þegar hann dúkkaði upp þá var það í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera meira og minna þar síðan.“
Þau eru ekki náin. „Ég hef aldrei hitt hann. Ég hitti hann þegar ég var ungabarn en ekkert síðan þá. Ég hef engar minningar um hann.“
Aldís er stjúpmóðir tveggja stúlkna. Sindri spyr hvort það hafi verið erfitt að stíga inn í það hlutverk.
„Veistu þetta var ekki erfitt því þær eru æðislegar, þær eru dásamlegar. Ég hef líka sjálf verið mjög heppin að fá rosalega góðan stjúpföður þegar ég var lítil, ég var kannski ekki með blóðföður en ég er líka bara mjög ánægð að hafa fengið Ella pabba minn í lífið,“ segir hún.
Hér má hlusta á viðtalið á Vísi.