fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hefur ekki hitt föður sinn síðan hún var þriggja ára

Fókus
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 10:59

Aldís Amah. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Aldís Amah Hamilton opnaði sig um samband sitt við föður sinn, en hún hefur ekki hitt hann síðan hún var ungabarn.

Aldís var í viðtali vikunnar hjá Bítinu á Bylgjunni.

Faðir Aldísar er bandarískur og er frá Detroit. „Hann býr úti, ég er ekki í samskiptum við hann sem stendur,“ segir hún og bætir við að málið sé flókið.

Sindri Sindrason, annar stjórnandi þáttarins, spyr þá hvenær hún var síðast í samskiptum við hann segir hún: „Það eru að verða komin tvö ár síðan.“

Langar að rifja upp þýskuna

Aldís bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar í Þýskalandi, en foreldrar hennar kynntust þar. Hana langar að fara aftur til Þýskalands til að rifja upp þýskuna og komast aftur í flæðið.

Foreldrar hennar skildu þegar hún var þriggja ára og Aldís flutti með móður sinni til Íslands.

„Ég veit ekki hvenær hann flutti en næst þegar hann dúkkaði upp þá var það í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera meira og minna þar síðan.“

Þau eru ekki náin. „Ég hef aldrei hitt hann. Ég hitti hann þegar ég var ungabarn en ekkert síðan þá. Ég hef engar minningar um hann.“

Fékk góðan stjúpföður

Aldís er stjúpmóðir tveggja stúlkna. Sindri spyr hvort það hafi verið erfitt að stíga inn í það hlutverk.

„Veistu þetta var ekki erfitt því þær eru æðislegar, þær eru dásamlegar. Ég hef líka sjálf verið mjög heppin að fá rosalega góðan stjúpföður þegar ég var lítil, ég var kannski ekki með blóðföður en ég er líka bara mjög ánægð að hafa fengið Ella pabba minn í lífið,“ segir hún.

Hér má hlusta á viðtalið á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“