fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Leikari úr Pea­ky Blinders ó­þekkjan­legur í skugga vímu­efna­vanda

Fókus
Föstudaginn 23. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Paul Anderson sem fór með lykilhlutverk í þáttunum Peaky Blinders hefur átt í talsverðum vandamálum í einkalífinu að undanförnu.

Paul, sem er 46 ára og lék hinn harðsnúna Arthur Shelby í þáttunum, var myndaður á dögunum og er óhætt að segja að hann hafi litið betur út.

Leikarinn komst í kast við lögin fyrir skemmstu eftir að hafa verið gripinn með eiturlyf í fórum sínum, þar á meðal krakk, amfetamín og lyfseðilsskyld lyf. Hann játaði sök í málinu og var dæmdur til að greiða 1.345 pund í sekt, um 230 þúsund krónur.

Peaky Blinders eru af mörgum taldir einhverjir bestu þættir sem framleiddir hafa verið á þessari öld en þeir gerast í Birmingham á Englandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Segja þeir frá Shelby-glæpafjölskyldunni; meðal annars Tommy (Cillian Murphy) og bræðrum hans Arthur (Anderson) og John (Joe Cole).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum