fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fókus

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Fókus
Þriðjudaginn 30. maí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Grace Van Dien er helst þekkt fyrir stutt, en eftirminnilegt, hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Stranger Things þar sem hún lék klappstýruna Chrissy í þriðju þáttaröðinni. Nú hefur hún snúið sér að öðrum verkefnum og hefur verið að gera það gott á streymisveitunum Twitch og YouTube.

Grace hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni í streymisheimnum og átt í harðvígum deilum við YouTube-stjörnuna FaZe Rain sem heitir réttu nafni Nordan Shat. Náðu þær deilur í raun hámarki þegar Grace ákvað að fjalla með hálfkæringi um sjálfsvígstilraun Nordan.

Nordan og Grace eru bæði hluti af rafíþrótta samtökunum FaZe Clan, sem Nordan er einn af stofnmeðlimum í en Grace gekk nýverið til liðs við. Þar sem Grace vakti athygli fyrir Stranger Things hefðu flestir haldið að stofnmeðlimir samtakanna yrðu ánægðir að fá slíkt nafn í sínar raðir, en svo var þó ekki í tilviki Nordan sem gagnrýndi viðbótina harðlega og sagði hana eiga pólitískar rætur, eða með öðrum orðum Grace væri ekkert nema nafnið og hefði ekki það sem þyrfti til að vera meðlimur í FaZe Claninu.

Hvöss orðaskipti

Grace svaraði fyrir sig:

„Afsakið herra minn, varst þú á fundinum með okkur? Varst þú þar? Nei, ég hef aldrei fokking hitt þig og þetta er ekki ástæðan fyrir því að FaZe fengu mig í lið með sér. Þannig komst ég klárlega á fundinn, já, ég skal viðurkenna það. Þannig fékk ég fundinn. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég skrifaði undir. Hlutirnir sem við ræddum á fundinum eru ástæðan fyrir því. Svo allir mega fara í rassgat sem segja þetta, að Rain sé að segja þetta, þú varst ekki þarna, þú veist ekki rass í bala.“

Þá svaraði Nordan:

„Grace, mér þykir það leitt. En það eina sem ég vil segja er að þú ert gull í Valorant – [tiltekið stig í leiknum Valorant sem gefur til kynna að leikmaður sé ágætur spilari, en ekki með þeim bestu]. Stranger Things er allur persónuleikinn þinn, þó þú hafir bara verið í einum þætti. Þú uppgötvaðir Twitch í gegnum Tumblr [samfélagsmiðill]. Það er ekki bara það að þú hafir ekki náð brelluskoti [e. trick shot, að skjóta af skotvopni í skotleik með óvenjulegum eða athyglisverðum hætti] heldur veistu ekki einu sinni hvað í fjandanum það er. Þegar þú varst enn að leika þér með Barbie-dúkkur hafði ég þénað fyrstu 140 milljónirnar mínar í þessum bransa. Fyrir utan það allt þá ertu einstaklega meðal [e. mid sem er slangur sem þykir töluverð móðgun] og ég myndi ekki einu sinni leyfa þér að snerta mig á mínu drukknasta kvöldi.“

Þetta þótti Grace fara töluvert yfir strikið og ákvað að skjóta föstum skotum til baka, en mörgum þykir hún hafa gengið alltof langt.

„Hann segir að ég viti ekki einu sinni hvað brelluskot er, og það er rétt, ég veit það ekki. Og ég veit að það er nokkuð sem þið [FaZe Clan] eruð þekkt fyrir. En ég þekki þig, Rain, sem manneskjuna sem lést næstum úr of stórum skammti í beinu streymi, og ég veit að þú ert á betri stað í dag og ég er stolt af þér fyrir það.“

Netverjar skiptast í fylkingar

Vísaði Grace þar til atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum síðan þegar Nordan var á slæmum stað og misnotaði lyfseðilskyld lyf sem og fíkniefni. Höfðu áhyggjur haft verulegar áhyggjur af honum á þeim tíma en hann átti það til að opna á beint streymi þar sem hann var undir miklum áhrifum og sýndi þá vímugjafa sem hann var að neyta. Fíknin varð svo alvarleg að Nordan hætti að geta gengið sökum starfrænna truflana í taugakerfi sem mátti rekja til neyslunnar. Örfáir mánuðir eru síðan hann gat loksins stigið upp úr hjólastólnum og gengið aftur, en hann hafði einnig glímt við óbærilega taugaverki vegna ástandsins.

Segja má að netheimar hafi logað í kjölfar síðustu ummæla Grace, en netverjum ótti óverjandi að nýta veikindi Nordans í svona opinberar deilur. Að vanda þegar svona umdeilt mál kemur fram skiptast netverjar þó í tvær fylkingar og hefur fjöldi netverja stigið fram og komið Grace til varna. Hafa þeir bent á að hún hafi aðeins verið að bregðast við frekar ósanngjarnri gagnrýni frá Nordan og mætti því segja að ummæli hennar hafi fallið í sjálfsvörn. Það sé Nordan sjálfum að kenna að hafa hjólað í manneskjuna frekar en málefnið og hafi hann þar með gefið færi á að hans eigin erfiðleikar yrðu drengir inn í umræðuna. Eins hefur fjöldi kvenna sem fylgist með þessum málum komið Grace til varna og bent á að menninginn í kringum tölvuleikjaspilum einkennist mikið af eitraðri karlmennsku og fái þær konur sem reyna fyrir sér á þessu sviði svo sannarlega að finna fyrir því fyrir minnstu sakir. Talað sé niður til þeirra, þær verði fyrir kynferðislegri áreitni og fordómum og lítið sé gert úr hæfileikum þeirra.

Grace hafi sagt skilið við leikferil sinn þar sem hún varð fyrir kynferðislegri áreitni og nú sé streymisheimurinn að láta hana ganga í gegnum nákvæmlega það sama.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn fer létt með lag þriggja systra

Erna Hrönn fer létt með lag þriggja systra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Díana prinsessa ráðin af dögum?

Var Díana prinsessa ráðin af dögum?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“

„Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sá lífið í öðru ljósi eftir hugleiðsluferð til Bretlands þar sem hún mátti ekki tala í viku

Sá lífið í öðru ljósi eftir hugleiðsluferð til Bretlands þar sem hún mátti ekki tala í viku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bruce Springsteen aflýsir öllum tónleikum út árið – Loks upplýst við hvaða veikindi goðsögnin glímir

Bruce Springsteen aflýsir öllum tónleikum út árið – Loks upplýst við hvaða veikindi goðsögnin glímir