fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Spennutryllir úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. maí 2023 12:00

Sænski leikarinn Alexander Karim fer með aðalhlutverkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Swarm er alþjóðlegt stórverkefni frá Viaplay í átta þáttum sem var frumsýnt um helgina. Um er að ræða umhverfisspennutrylli sem kemur úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones, Frank Doelger. Sænski leikarinn Alexander Karim (The Box, Tyrant) er í aðalhlutverki sem vísindamaðurinn dr. Sigur Johanson.Meðal annarra þekktra andlita má nefna Cécile de France (Hereafter, Förlorade illusioner), Leonie Benesch (Babylon Berlin, The Crown) og Joshua Odjick (Three Pines).,,Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að vernda hafið því það skiptir öllu máli fyrir líf á jörðinni,“ segir aðalleikarinn Alexander Karim.The Swarm er byggð á samnefndri metsölubók Frank Schätzings, sem gefin hefur verið út á 27 tungumálum víða um heim. Þáttaröðin fjallar um hvernig miskunnarlaus misnotkun mannfólksins á heimshöfunum fær náttúruna til að svara í sömu mynt. Ef lífið hófst í hafinu, þá krefst hafið þess að fá lífið á ný. Óþekkt meðvitund sem virðist eiga uppruna sinn í ókunnum undirdjúpum hafsins beitir hafinu til að sýna mannfólkinu hversu háð það er sjónum. Vatn er forsenda lífs á jörðinni, fyrir öflun matar sem og flutninga. Þegar skip farast skýringalaust, skelfiskur verður eitraður, háhyrningar og hvalavöður ráðast á skip og vatnið gerir fólk veikt  neyðast jarðarbúar til að setja traust sitt á lítinn hóp vísindamanna.


Ráðgjafar þáttanna hvað vísindalegu hliðina varðar er heimskauta- og djúpsjávarfræðingurinn prófessor dr. Antje Boetus í Max Planck-stofnuninni, en hann er einnig meðlimur í Konunglegu sænsku vísindaakademíunni, og djúpsjávarfræðingurinn Jon Copley, prófessor við Southampton-háskóla í Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta