fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Keppandinn sem Katy Perry var sögð dónaleg við stígur fram – „Þetta var sárt“

Fókus
Föstudaginn 24. mars 2023 12:59

Sara Beth og Katy Perry. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Katy Perry var sökuð um dónaskap við keppanda í áheyrnarprufum fyrir American Idol í síðustu viku. Katy er dómari í þáttunum ásamt Luke Bryan og Lionel Richie.

Áhorfendur gagnrýndu framgöngu Katy harðlega gagnvart keppandanum Söru Beth Liebe.

Sara er 25 ára þriggja barna móðir frá Kaliforníu. Í áheyrnarprufunni viðurkenndi hún að hún væri reynslulítil í tónlistarbransanum og væri aðeins vön að syngja í kirkjukórnum og stundum í karíókí.

Áhorfendum fannst Katy vera dónaleg við Söru og þá var söngkonan sérstaklega gagnrýnd fyrir athugasemd sem hún kom með varðandi fjölda barna sem Sara ætti þrátt fyrir ungan aldur. Hún sagði að hún hafi „augljóslega eytt miklum tíma á bakinu.“

Sjá einnig: Katy Perry gagnrýnd fyrir „dónalega“ framgöngu við keppanda

Nú hefur Sara stigið fram. Hún lýsti upplifun sinni í myndbandi á TikTok.

Hún sagði að henni hafi sárnað grín Katy og að það hafi verið pínlegt að vera höfð að háði og spotti í sjónvarpinu.

„Ég hef ekki mikið annað að segja um hvernig mér líður því þetta útskýrir sig sjálft. Þetta var pínlegt, sérstaklega þar sem þetta var í sjónvarpinu, og þetta var sárt, og þannig er það,“ sagði hún.

„Ég vil nota þetta tækifæri og segja að mér finnst frábært þegar konur styðja aðrar konur, og mér finnst það alls ekki svalt að gera lítið úr mæðrum. Það er nógu erfitt að vera mamma og nógu erfitt að vera kona.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@sarabethliebeWell. I didnt think id be making this video, but i just wanted to say a couple things since im being flooded with articles and comments/messages about this.

♬ original sound – Sara Beth

Katy Perry hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“