fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Þórunn Antonía kveikti í Instagram með nærfatamyndum úr Adam & Evu

Fókus
Mánudaginn 20. mars 2023 09:07

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir kveikti svoleiðis í Instagram um helgina þegar hún birti nokkrar myndir af sér úr kynlífstækjaversluninni Adam og Evu.

Á myndunum er söngkonan klædd svörtum undirfatnaði úr versluninni og skrifaði með færslunni: „Stay sexy or die.“

Mynd/Instagram

Yfir 820 manns hafa líkað við myndirnar þegar greinin er skrifuð og hafa margir sett eldmerki (e. fire emoji) við færsluna.

Mynd/Instagram

Þórunn hefur alltaf verið óhrædd við að koma til dyranna eins og hún er klædd og lætur hneykslun annarra ekki dempa gleði sína.

Mynd/Instagram

Í desember 2020 frétti hún af því að mynd af henni hefði sjokkerað vinkonur vinkvenna sinna. Hún greip þá til sinna ráða og birti enn fleiri myndir.

„Ég mun aldrei láta hneykslun annarra dempa minn húmor, mína gleði, minn kynþokka eða mína greind. Kona má vera sexy, kona má líka vera klár, ljóðskáld, djúp, fyndin, ömurleg að elda, samt góð mamma, blíð, töff, alklædd, allsber, mjó, feit, lítil, stór og bara alls konar,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala