fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Opnar sig um „erfitt“ fósturlát Demi Moore og skilnaðinn

Fókus
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 09:59

Ashton Kutcher og Demi Moore. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher rifjar upp erfiða tíma í einlægu viðtali við Esquire.

Ashton var giftur leikkonunni Demi Moore frá 2005 til 2013. Þau upplifðu áfall þegar Demi gekk í gegnum fósturlát seint á meðgöngu. Leikarinn opnar sig um þetta.

„Að missa barn sem þú heldur að þú eigir eftir að eignast, svo nálægt því að halda að þú sért að fara að eignast barn er mjög, mjög erfitt. Allir kljást við það á mismunandi hátt,“ segir hann.

Demi Moore átti þrjú börn úr fyrra sambandi með leikaranum Bruce Willis, dæturnar Rumer, 34 ára, Scout 31 árs, og Tallulah, 28 ára.

„Ég var 26 ára og bar ábyrgð á 8 ára, 10 ára og 12 ára stelpum,“ segir hann og bætir við að hann hafi haldið sambandi við stúlkurnar eftir sambandsslitin.

Eftir fósturlátið reyndu Demi og Ashton við glasafrjóvgun í mörg ár.

Í dag er hann giftur leikkonunni Milu Kunis og eiga þau saman Wyatt, 8 ára, og Dimitri, 6 ára. Hann viðurkennir að hann hefði elskað að eignast barn með Demi.

„Ég elska börn. Ég hefði ekki gifst konu sem átti þrjú börn ef ég hefði ekki elskað börn. Hugmyndin um að hafa eignast annað barn er ótrúleg,“ segir hann.

Leikarinn segir að hann hafi tileinkað sér hugarfar að „af einhverri ástæðu, þurfti ég að ganga í gegnum þetta.“

Líður eins og honum hafi mistekist

Ashton, 44 ára, og Demi, 60 ára, skildu að borði og sæng árið 2011 og skilnaðurinn gekk í gegn tveimur árum síðar.

„Ekkert lætur þér finnast þú jafn misheppnaður og skilnaður. Þér mistókst hjónaband,“ segir hann.

Demi hefur áður opnað sig um fósturlátið í sjálfsævisögu sinni, Inside Out, sem kom út árið 2019.

Í viðtalinu ræddi Ashton einnig um nauðgunarásakanirnar gegn Danny Mastersson í fyrsta skipti og sagðist vona að vinur sinn væri saklaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki