fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Heiðdís stefnir á Forbes-listann – „Ég er með mikið viðskiptavit og tel mig afar greinda og hæfileikaríka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 11:20

Heiðdís Rós Reynisdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir stefnir á að komast á Forbes-listann yfir ríkasta fólk í heimi. Hún segir í viðtali við Fréttablaðið að hún sé með mikið viðskiptavit og lítur upp til Kim Kardashian og Paris Hilton

Heiðdís starfaði lengi sem förðunarfræðingur en sneri sér að öðru fyrir nokkrum árum. Hún er búsett í Miami þar sem hún rekur lúxusþjónustuna The Dutchess Life VIP.

Athafnakonan segir að fyrirtæki hennar sérhæfi sig í lúxusferðum fyrir fræga og ríka fólkið. Hún sér um bókanir á flottustu næturklúbbunum og veitingastöðum í Miami og útvegar viðskiptavinum sínum einnig aðgang að lúxus snekkjum, glæsibifreiðum og öryggisvörðum.

Viðskiptavinir hennar – sem eru allir efnaðir að sögn Heiðdísar – koma alls staðar að úr heiminum en þeir helstu frá New York, Texas, Dubai og London.

Heiðdís tekur rúmlega 280 þúsund krónur í þjórfé fyrir þjónustu sína, eða tvö þúsund dollara.

Athafnakonan ætlar sér að ná langt og vill vera með útibú um heim allan.

„Ég er með mikið viðskiptavit og tel mig afar greinda og hæfileikaríka. Markmiðið mitt er að verða ein af fyrstu Íslendingunum til að komast á Forbes-listann,“ segir hún og bætir við að hún fái innblástur frá Kim Kardashian og Paris Hilton.

Margt er fram undan hjá Heiðdísi en auk þess að ætla að leggja undir sig viðskiptaheiminn langar hana líka að skrifa bók og gefa út lag. „Ég elska að syngja og er mjög góð í því,“ segir hún.

Heiðdís heldur úti vinsælli Instagram-síðu og birti í janúar myndband þar sem hún leyfði fylgjendum að heyra „hráu rödd“ hennar og sagði að þetta væri aðeins byrjunin.

Hægt er að lesa viðtalið við Heiðdísi á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita
Fókus
Í gær

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt