fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Píkusafnið í London lokar börmum sínum – Fengu innblástur frá tittlingum á Íslandi

Fókus
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 14:00

Florence Schechter, stofnandi Píkusafnsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píkusafnið í London, (e. Vagina Museum) hefur lokað dyrum sínum í hinsta sinn en viðskiptamiðillinn Forbes greinir frá þessu. Safnið hafði verið á hrakhólum með húsnæði um skeið en hafði verið í rúmt ár í húsnæði nærri Victoria Square Park í London. Óvíst er hvort að safnið muni opna að nýju en á vefsíðu þess kom fram að innblásturinn að safninu hefðu aðstandendur þess fengið frá Hinu íslenzka reðursafni hér á landi.

„Það er til reðursafn í Íslandi. Sem er mjög töff. En það var ekki til neitt píkusafn neinsstaðar í heiminum. Við vorum undrandi þegar við áttuðum okkur á þessu en það var bara ein leið til að laga þetta. Að stofna slíkt safn sjálf,“ sagði á heimasíðu safnsins.

Píkusafnið naut nokkurra vinsælda en í fyrra heimsóttu um 40 þúsund manns safnið. Húmor einkenndi framsetningu safnsins en þó var fræðsla um kynfæri kvenna í forgrunni.

Í umfjöllun Forbes er eytt smá púðri í umfjöllun um reðursafnið og klikkt út með þeim orðum að þrátt fyrir sorgarsögu píkusafnsins þá njóti limirnir vinsælda á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta