fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Tekin á teppið eftir að hún opnaði sig um afmælisvonbrigðin – Aðeins 2 af 12 vinum mættu í veisluna

Fókus
Laugardaginn 9. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var svo auðvelt að eiga vini. Þegar við erum ung, með enga ábyrgð og að því er virðist allan tímann í heiminum, þá er ekki erfitt að rækta vinskapinn. Margir rekast svo á vegg þegar fullorðinsárin eru gengin í garð. Þá skyndilega þarf að greiða reikninga, halda heimili, ala kannski upp eitt eða fleiri börn, svo ekki sé nú talað um áhrif hærri aldurs á þrekið. Tíminn er ekki lengur endalaus heldur verðmæt auðlind og freistandi að verja honum til svefns eða afslöppunar frekar en að hætta sér á mannamót.

Ekki bætir svo á að það þarf alltaf að fagna öllu með pomp og prakt. Það eru fermingar, brúðkaup, gæsanir, steggjanir, útskriftir, stórafmæli og þegar vinum og ættingjum dettur í hug að fjölga sér þá er það kynjaveisla, sturtuboð og skírn. Við tölum nú ekki einu sinni um þennan farald að halda brúðkaupsveislur úti á landi eða erlendis.

Sem sagt, vinskapurinn verður snúinn með aldrinum fyrir marga. Það er freistandi að hugsa með sér að manns verði ekki saknað þó maður skrópi við og við þegar vinkonuhópurinn kemur saman. Þegar það freistar er þó gott að íhuga að líklega eru fleiri að hugsa það sama. Þannig koma upp aðstæður eins og kona ein á TikTok lenti í.

Day hafði dottið í lukkupottinn og landað draumavinnunni sinn og ákvað að bóka stórt borð á mexíkönskum veitingastað til að fagna með uppáhalds fólkinu sínu. Allt í allt bauð hún 12 af sínum nánustu vinum. Hún mætti á undan öllum á veitingastaðinn til að skreyta og settist svo niður og beið. Mæting var klukkan 18, en rúmlega klukkustund síðar birti hún myndband á TikTok þar sem hún greindi frá því að aðeins tveir af þeim sem hún bauð voru mættir.

Hún sagðist gífurlega vonsvikin og líta á þetta sem skilaboð frá vinunum sem skrópuðu, að þeim stæði hreinlega á sama um afrek hennar. Hún sór þess eið að endurgjalda vinunum sínum þennan grikk.

„Eins gott að ekkert ykkar bjóði mér í afmæli eða sturtuboð – Ég er ekki að fara að mæta. “

Vanalega þegar myndböndum á við þetta er deilt á samfélagsmiðlum rignir inn athugasemdum með stuðningskveðjum og peppi. En ekki núna. Day segist hafa fengið yfir sig holskeflu af netníði og leiðindum. Fylgjendur stóðu með vinunum sem skrópuðu og tóku fram að það væri ekki beint skyldumæting þegar fögnuður snýst um ráðningu. Fólk sé farið að halda upp á alltof margt, og einhvers staðar þurfi að draga línuna.

Day greip til varna og sagði að í hennar tilviki væri það svo að hún mætir alltaf. Alveg sama hvað það er. Hún geti vel skilið að sumir komist ekki, en það sé lágmark að láta vita. Hún ætli ekki að skammast sín fyrir að fagna afrekum sínum.

@dar.kiee I cant lie ts hrart breaking especially when you show up for everyone 🥲 #fyp #noshow #darkiee ♬ original sound – BigDay😚

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt