fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Hélt hún hafði lent í klóm svikahrapps þar til hún komst að sannleikanum

Fókus
Laugardaginn 9. desember 2023 20:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tók eftir því að litlar fjárhæðir voru að hverfa af sameiginlegum bankareikningi mínum og eiginmanns míns.“

Segir kona í bréfi til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Ég hélt að við hefðum lent í klóm svikahrapps en svo kom í ljós að þetta var eiginmaður minn, hann er spilafíkill.“

Konan er 55 ára og eiginmaður hennar er 58 ára. Hann fór ekki að glíma við spilafíkn þar til nýlega. „Hann fór að horfa á kappreiðarnir í Celtenham fyrr á þessu ári og skemmti sér konunglega. Hann vann 140 þúsund krónur og notaði það í sumarfríið okkar,“ segir hún.

„Ég fæ útborgað vikulega og fylgist því vel með bankareikningnum, hvað er lagt inn og hvað er tekið út. Ég tók eftir því að það væri síendurtekið verið að taka út 1700 til 3500 krónur út af reikningnum. Mér fannst það skrýtið og ég spurði eiginmann minn út í það. Hann varð eldrauður í framan og sagði að hann eigi það til að fara að veðja með vinnufélögunum í hádegishléinu. Hann sagðist aðeins vera að leika sér í þessu en ég var að reikna þetta og hann hefur tekið yfir 52 þúsund krónur síðustu tvo mánuði.

Þó svo að hann hafi unnið mikið fyrst, þá er þetta vafasamt ef hann er að gera þetta reglulega og ég hef áhyggjur af því að vinnufélagar hans séu að hvetja hann áfram í þessu.“

Konan spyr hvað sé til ráða.

Ráðgjafinn svarar

„Segðu honum að þú hafir áhyggjur. Ef hann væri með 50 þúsund krónur í seðlum í veskinu þá efast ég ekki um að hann myndi setja það allt á einn hest, en það er það sem hann í rauninni hefur gert,“ segir hún og bendir konunni hvar hún getur kynnt sér nánar efni fyrir aðstandendur spilafíkla.

Hér má nálgast upplýsingar á íslensku á vef ÞúSkiptirMáli.is og vef SÁÁ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vandræðaleg mistök Madonnu

Vandræðaleg mistök Madonnu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“