fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Áhrifavaldur borgaði milljónir fyrir „sársaukafyllstu aðgerð“ sögunnar

Fókus
Laugardaginn 9. desember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kólumbíska Instagram-stjarnan Yeferson Cossio gekkst undir aðgerð fyrir skemmstu. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um var að ræða aðgerð sem miðaði að því að lengja kappann.

New York Post greinir frá þessu.

Cossio var 1.72 metrar á hæð fyrir aðgerðina en eftir var hann 1.82 metrar. Höfðu því heilir tíu sentímetrar bæst við. Cossio, sem er 29 ára, greiddi sem nemur 37 milljónum króna fyrir aðgerðina.

Cossio lýsti aðgerðinni fyrir fylgjendum sínum og segir hann að líklega sé um að ræða sársaukafyllstu aðgerð sögunnar. Til að ná fram nauðsynlegri lengingu þarf að brjóta bein og koma fyrir stálplötu í fótleggjunum. Síðan eru þau strekkt í sundur, hægt og rólega, í nokkuð mörg skipti.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að í aðgerðum sem þessum sé mælt með því að lengja um einn millimetra á dag. Í tilfelli Cossio þurfti því nokkra mánuði til að ná fram umræddri lengingu. Eftir það þurfa sjúklingar á endurhæfingu að halda undir handleiðslu sjúkraþjálfara.

Cossio viðurkenndi fyrir fylgjendum sínum að um hafi verið að ræða fegrunaraðgerð. Um leið blés hann á samsæriskenningar þess efnis að valdamikill glæpaforingi hefði brotið á honum fæturna eftir að Cossio svaf hjá kærustunni hans.

Aðgerðir sem þessar virðast verða sífellt vinsælli að því er fram kemur í umfjöllun New York Post. Virðist þá engu skipta hvort einstaklingar séu meðalmenn á hæð eða ekki. Bent er á það að Brian Sanchez, 33 ára verðbréfasali í Georgíuríki í Bandaríkjunum, hafi gengist undir samskonar aðgerð í Tyrklandi til að lengjast um 17 sentímetra. Hann var um 1.80 metrar áður en hann fór undir hnífinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum