fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Áhrifavaldur borgaði milljónir fyrir „sársaukafyllstu aðgerð“ sögunnar

Fókus
Laugardaginn 9. desember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kólumbíska Instagram-stjarnan Yeferson Cossio gekkst undir aðgerð fyrir skemmstu. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um var að ræða aðgerð sem miðaði að því að lengja kappann.

New York Post greinir frá þessu.

Cossio var 1.72 metrar á hæð fyrir aðgerðina en eftir var hann 1.82 metrar. Höfðu því heilir tíu sentímetrar bæst við. Cossio, sem er 29 ára, greiddi sem nemur 37 milljónum króna fyrir aðgerðina.

Cossio lýsti aðgerðinni fyrir fylgjendum sínum og segir hann að líklega sé um að ræða sársaukafyllstu aðgerð sögunnar. Til að ná fram nauðsynlegri lengingu þarf að brjóta bein og koma fyrir stálplötu í fótleggjunum. Síðan eru þau strekkt í sundur, hægt og rólega, í nokkuð mörg skipti.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að í aðgerðum sem þessum sé mælt með því að lengja um einn millimetra á dag. Í tilfelli Cossio þurfti því nokkra mánuði til að ná fram umræddri lengingu. Eftir það þurfa sjúklingar á endurhæfingu að halda undir handleiðslu sjúkraþjálfara.

Cossio viðurkenndi fyrir fylgjendum sínum að um hafi verið að ræða fegrunaraðgerð. Um leið blés hann á samsæriskenningar þess efnis að valdamikill glæpaforingi hefði brotið á honum fæturna eftir að Cossio svaf hjá kærustunni hans.

Aðgerðir sem þessar virðast verða sífellt vinsælli að því er fram kemur í umfjöllun New York Post. Virðist þá engu skipta hvort einstaklingar séu meðalmenn á hæð eða ekki. Bent er á það að Brian Sanchez, 33 ára verðbréfasali í Georgíuríki í Bandaríkjunum, hafi gengist undir samskonar aðgerð í Tyrklandi til að lengjast um 17 sentímetra. Hann var um 1.80 metrar áður en hann fór undir hnífinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“

Systur standa með Bashar alla leið – „Það er mikill heiður að fá að leggja honum lið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“

Sveinn gengur Jakobsveginn til minningar um eiginkonu sína – „Að hluta uppgjör við sorg krabbameinsferlisins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt