fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fókus

„Ég vakna á hverjum morgni og lít á símann til að kanna hvort það sé nokkuð símtal frá lögreglu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 21:29

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir er móðir fíkils og stofnaði nýverið Samtök aðstandenda og fíknisjúkra (SAF) ásamt Guðlaugu Baldursdóttur.

SAF munu standa fyrir fyrstu mótmælunum á Austurvelli gegn úrræðaleysi og löngum biðlistum í afeitrun og meðferð laugardaginn 9. desember klukkan 13:00-15:00.

Eftirfarandi er aðsend grein. Við gefum Dagbjörtu orðið:

Aðstandandi alkóhólista er hlutverk sem maður valdi ekki en festist í þegar um er að ræða ástvin sem er haldin sjúkdómi sem gerir líf hans þannig að hann verður viti firrtur og gerir sjúklinginn ófæran um að lifa eðlilegu lífi og dregur til geðveiki, fangelsi eða dauða, þetta er grimmur sjúkdómur sem engu eirir.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notar eftirfarandi skilgreiningu um alkóhólisma: „Alkóhólismi er langvinn hegðunartruflun sem einkennist af endurtekinni drykkju alkóhóls sem ekki er í neinu samræmi við venjulega neyslu í samfélaginu og skaðar heilsufar og félagslega stöðu einstaklingsins. Alkóhólisti drekkur svo mikið að hann er háður áfengi og sýnir merki um geðtruflun og versnandi líkamlega heilsu“. Langvarandi ofneysla áfengis veldur margþættum og alvarlegum vandamálum fyrir neytandann og allt umhverfi hans. Öll hugbreytandi efni í hvaða formi sem er valda sjúkdómnum alkóhólisma.

Að vera aðstandandi er svolítið eins og vera ósýnilegur bjargvættur á hliðarlínunni tilbúin til hjálpar þegar fíknisjúklingurinn er orðin það veikur að hann getur enga björg sér veitt. Aðstandandi tekur oftar en ekki að sér hlutverk sem heilbrigðisyfirvöld ættu að taka ábyrgð á en líklega hafa þeir sloppið mikið til við ábyrgð þar sem við aðstandendur kvörtum svo lítið. Við erum eilíft á vaktinni til að sinna þörfum hins sjúka.

Sem móðir þá tel ég viðbrögð mín gagnvart veikindum sonar míns eðlileg. Mér eiginlegt að vernda mitt afkvæmi, hvað þá ef þau veikjast af sjúkdóm sem er upp á líf og dauða.

Aðstandandi veikist líka og verður undirlagður af sömu einkennum og hrjáir þann sjúka og það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið að þurfa að taka við okkur sem sjúklingum, aðstandendur verða líka geðveikir og geta dáið vegna líkamlegra sjúkdóma sem gerist þegar sálin er orðin það þreytt að líkaminn gefst smá saman upp og viðkomandi deyr af meðvirkni, ég er sannfærð um kenningu forn grikkja hugur og sál eru eitt.

Andvökunætur mínar eru óteljandi hugsandi hvað er hægt að gera, hvernig endar þetta, hvað get ég gert? Gagnvart svona spurningum stend ég sjálf vanmáttug gagnvart almættinu og á enginn svör þrátt fyrir að hafa verið árum saman að berjast með og við hlið sonar míns. Staðreyndin er sú að ég á son með lífshættulegan sjúkdóm. Ég vakna á hverjum morgni og lít á símann til að kanna hvort það sé nokkuð símtal frá lögreglu eða spítala og anda léttar þegar ég sé að ekkert er.

Mér finnst sárt að fá spurningar eins og: Ertu að fara að heimsækja hann upp á spítala, til hvers? Fer hann ekki að drepa sig á þessu? Hva, eru allar tennur farnar? Til hvers ertu að standa í þessu? Til hvers ertu að hafa samskipti við hann? Er alltaf sama hringavitleysan á syni þínum?

Svo koma fullyrðingarnar sem ég fæ að heyra, þetta gengur aldrei hjá svona fólki, mikið lítur hann illa út, ég bara skil þetta ekki eins og hann er búin að fara í margar meðferðir, svona fólki er ekki viðbjargandi, hann á eftir að deyja úr þessu. Ég fæ því miður að heyra svona fullyrðingar og fólk tala um veikan son minn og aðra fíknisjúklinga sem svona fólk og það er sárt.

Munið að á bak við hvern fíknisjúkling eru margir sem þjást vegna veikinda hans, við eigum öll okkar sögu og minn sonur er jafn dýrmætur og þinn kæri lesandi sem átt vonandi heilbrigðan son sem hefur ratað beinu brautina.

Ég er orðin langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda þess vegna fann ég mig knúna til þess að finna fólk til að starfa mér við hlið og þrýsta á stjórnvöld til að létta á okkur ábyrgðinni, ábyrgð sem þeir eiga að axla með okkur. Við upplifum að það sé ekki á okkur hlustað, við erum óhreinu börnin hennar Evu, við erum orðin þreytt, langþreytt og sorgin nístir hjarta mitt þegar ég skrifa þetta niður yfir því að ég finn og hef upplifað mig sem beiningamanneskju þegar ég hef verið að leita eftir hjálp handa syni mínum, hjálp sem hann og fíknisjúklingar eiga að hafa aðgang að þegar þeir þurfa vegna veikinda sinna. Mín saga er saga margra og ég er viss um að við getum sameinað krafta okkar í þágu þeirra veiku og okkar þágu, við erum öll orðin þreytt og viljum fara að sjá eitthvað gerast hjá stjórnvöldum.

Ég sendi út SOS til stjórnvalda, ég er ekki að tala um pólitík og peninga en þá væri kannski á mig hlustað, ég er að tala um fólk, fólkið sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér nema við stöndum upp fyrir því og gefum þeim rödd, þeim sem minnst mega sín. Hittumst á Austurvelli þann 9. desember klukkan 13:00 til 15:00 og minnum á okkur. Biðin er lífshættuleg og þegar fólk er í lífshættu ber okkur að bregðast við!

Höfundur: Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, móðir langveiks fíknisjúklings.

Smelltu hér fyrir Facebook-síðu viðburðarins  og hér fyrir Facebook-síðu SAF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Varpar fram sprengju – Átti í ástarsambandi með eldri meðleikara

Varpar fram sprengju – Átti í ástarsambandi með eldri meðleikara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdarfaðir minn er að gera lífið mitt óbærilega óþægilegt með stöðugum viðreynslum

Tengdarfaðir minn er að gera lífið mitt óbærilega óþægilegt með stöðugum viðreynslum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnastjarnan týndi sjálfri sér í krúnuleikunum – „Það er erfitt að tala um þetta“

Barnastjarnan týndi sjálfri sér í krúnuleikunum – „Það er erfitt að tala um þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Farþegar fengu bætur eftir dólgslæti Æði-drengjanna um borð

Farþegar fengu bætur eftir dólgslæti Æði-drengjanna um borð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna – Fangelsi, sjálfsvíg og morðhótanir

Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna – Fangelsi, sjálfsvíg og morðhótanir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjöldi sæta voru auð á tónleikum Taylor Swift – Ástæðan var frekar ógeðsleg

Fjöldi sæta voru auð á tónleikum Taylor Swift – Ástæðan var frekar ógeðsleg