fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

9 merki um að hann sé að falla fyrir þér

Fókus
Fimmtudaginn 7. desember 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig get ég vitað hvort hann elski mig í raun og veru?“ söng Whitney Houston um árið. Cher svaraði því og sagði svarið felast í kossinum.

Það eru þó fleiri merki sem eru sögð benda til þess að karlmaður sé að falla fyrir konu, en miðillinn Hackspirit sem sérhæfir sig í öllu sambandstengdu segir að það séu minnst níu vísbendingar sem benda til þess að ástin sé í spilunum.

Rétt er að taka fram að hér er horft til gagnkynja sambanda, þar sem umfjöllun Hackspirit byggist á því sambandsformi. Textahöfundurinn, Amy Reed, segir í greininni að gaurar séu ekki alltaf tilbúnir að koma hreint fram með tilfinningar sínar. Gjarnan megi rekja það til óöryggis eða ótta við höfnun. Auðvelt sé fyrir þá að segja hluti án þess að meina þá, en erfiðara er að fela tiltekna hegðun.

„Þegar maður fellur fyrr þér þá finnurðu það út frá því hvernig hann hegðar sér, frekar en út frá orðum hans. Ef maðurinn þinn gerir meira en einn af eftirfarandi 9 hlutum, þá er hann áreiðanlega að falla.“

1 Hann talar við þig á hverjum degi

Amy segir  í greininni að þegar maður er ástfanginn þá eigi hann erfitt með að heyra ekki í þér daglega – sama hvað.

„Ef þú heyrir ekki frá honum dögum saman, jafnvel heilan dag, þá er hann ekki bara slæmur að senda skilaboð eða súper upptekinn. Enginn er svona upptekinn eða lélegur að senda skilaboð. Hann er bara hreinlega ekki nógu skotinn í þér. En ef hann er er stöðugt í samskiptum og svarar þér sama hvað, þá gæti hann verið að falla…“

2 Hann vill hitta þig hvenær sem er

„Ef hann hittir þig ekki í meira en viku þá er það honum mjög þungbært, jafnvel þó hann sé frekar innhverfur. Þegar ég byrjaði með kærastanum mínum gat hann ekki beðið eftir að hitta mig aftur. Að bíða í viku eftir næsta stefnumóti var hreinlega of langt fyrir hann. Þess vegna reyndum við jafnvel að hittast bara í klukkutíma nokkra daga vikunnar.“

Segir í greininni að ástfangin maður sé aldrei of upptekinn fyrir andlag ástar sinnar. Hann finni tíma fyrir hitting sama hvað. Hann svíkst ekki undan stefnumótum eða vanrækir að finna tíma fyrir þig heilu vikurnar.“

3 Hann vill vita um þig og þitt

Ef hann situr á stefnumóti og talar bara um sjálfan sig, og virðist engan áhuga hafa á þér og þínu lífi – þá er hann ekki skotinn.

„Þegar gaur þykir vænt um þig vill hann vita allt. Hann spyr spurningar um þig, lífið þitt, fjölskyldu, áhugamál og jafnvel hvernig dagurinn þinn hefur verið.“

Hann gerir það ekki því hann þarf þess, heldur því hann hefur virkilega áhuga.

4 Hann vill hitta vini þína og fjölskyldu

„Vinkona var í sambandi með manni í hálft ár og hann hitti ekki einn einasta vin eða fjölskyldumeðlim, sama hvað hún reyndi. Hún fékk bara afsökun eftir afsökun um það hvers vegna hann kæmist ekki á hinn og þennan viðburðinn. Hann reyndi líka gömlu tugguna – ég er ekki tilbúinn.“

Það sé svo að þegar manni er alvara þá vill hann hitta þá sem skipta þig máli. Þeir sem skipta þig máli séu hluti af þér og þínu lífi, lífi sem hann vill tilheyra.

5 Hann starir aðeins of lengi

„Þegar þið eruð að tala saman þá heldur hann augnaráði allan tímann. Jafnvel eftir að þú lýkur máli þínu, þá starir hann mögulega enn.

Hann gæti líka bara byrjað að stara á þig upp úr þurru. Kærastinn minn gerði þetta snemma, og gerir í raun enn. […] Hann sagði það sökum þess að hann elskar að eyða tíma með mér svo þegar við erum saman vill hann muna eftir því og hann bara hreinlega fær ekki nóg.

Svo ef þinn maður gerir þetta þá er hann líklega að hugsa það sama.“

6 Hann passar að þú komist örugg heim

„Þegar gaur er að falla fyrir þér þá afber hann ekki tilhugsunina um að eitthvað komi fyrir. Svo hann fylgir þér á biðstöðina, hringir á leigubíl eða skutlar þér.“

7 Hann segir satt

Amy segir að fáir segi það sem þeir meina, eða meini það sem þeir segja, en hennar reynsla er sú að fólk er líklegra til að halda sannleikanum frá fólki sem þeim er sama um. Það sé annað að ljúga að manneskju sem maður ber tilfinningar til.

Ef gaurinn er að ljúga að þér, þá er hann líklega ekki það skotinn.

8 Hann stendur við sitt

„Ef maður segist ætla að senda þér skilaboð í kvöld eða hringja á morgun, og gerir það svo ekki, þá er hann ekki að standa við sitt. Það sama á við ef hann segist ætla með þér eitthvert en mætir svo ekki, eða nefnir aldrei aftur.

Mín reynsla er sú að gaurar gera bara svona þegar þeir eru ekki ástfangnir eða þegar þeim er ekki alvara með þig. Ef þeir eru að falla, myndu þeir aldrei koma svona fram.“

9 Hann talar um framtíðina

„Þegar gaur er farinn að skipuleggja framtíðina ykkar strax í upphafi getur það verið rautt flagg. Þá er hann líklega að setja sambandið upp á einhvern stall sem hljómar vel en er það ekki í raun.

Ef hann þekkir þig ekki það vel þá er honum að dreyma um hugmyndina sem hann hefur um þig, en ekki þig eins og þú ert.“

Amy rekur að það sé þó hægt að sjá í gegnum fingur sér þegar t.d. gaur vill kynna þig fyrir vinum og fjölskyldu, eða býður þér í afmælið sitt eða vill skipuleggja ferðalag nokkra mánuði fram í tímann. Það er góðs viti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum