fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Opnar sig um áratugalangt sifjaspell með frægum föður sínum

Fókus
Þriðjudaginn 5. desember 2023 09:41

Mackenzie Phillips og faðir hennar heitinn, tónlistarmaðurinn John Phillips. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og fyrrverandi barnastjarnan Mackenzie Phillips útskýrir af hverju hún hafi ákveðið að fyrirgefa föður sínum, fræga tónlistarmanninum John Phillips.

Það vakti heimsathygli þegar Mackenzie greindi frá meintu sifjaspelli þeirra í sjálfsævi sögu sinni „High on Arrival“ sem kom út árið 2009. Hún sagði að þau hefðu átt í kynferðislegu sambandi í tíu ár en því hafi lokið þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Hann lést árið 2001, 65 ára að aldri.

Mackenzie, 64 ára, settist niður með systur sinni, Chynnu Phillips Baldwin, á dögunum og ræddi málin. Hún útskýrði af hverju hún hafi kosið að fyrirgefa.

Systurnar.

„Pabbi var eitthvað annað,“ sagði hún við systur sína. „Og ég hef verið harðlega gagnrýnd og höfð að háði og spotti á netinu fyrir að hafa fyrirgefið honum. En ég fyrirgaf fyrir mig, ekki hann. Og það að ég hafi fyrirgefið merkir ekki að ég samþykki það sem ég er að fyrirgefa honum fyrir.“

Í æviminningum hennar sagði Mackenzie að „samband“ þeirra hafi byrjað kvöldið sem hann nauðgaði henni, kvöldið fyrir brúðkaup hennar. Hún var þá nítján ára gömul. Sambandinu lauk tíu árum seinna þegar hún varð ólétt og var ekki viss hvort faðir hennar væri faðir barnsins.

„Þetta var mjög flókið. En ég finn samt fyrir frið,“ sagði hún við Chynnu.

„Það var svo margt sem gerði hann að honum,“ sagði Chynna um föður sinn. „Augljóslega var hann frábær lagahöfundur og þú veist, ég elskaði hlátur hans, en samt var önnur hlið af pabba, hann var eiginlega skrímsli.“

Mackenzie tók undir og sagði: „Hann var með mjög, mjög, mjög dökka hlið.“

„Þú vissir aldrei hvað þú myndir fá, hann var óútreiknanlegur,“ sagði Chynna.

Heimsýnin brenglast

Mackenzie greindi frá því að hún hafi misst samband við flesta í fjölskyldunni eftir að hún opinberaði sifjaspellið, en Chynna stóð þétt við hlið hennar.

Á þeim tíma, þegar bókin kom út, ræddi Mackenzie við Opruh Winfrey.

„Ég var þessi litla stelpa sem átti þennan merkilega föður. Ég dýrkaði pabba minn, ég var sífellt að bíða eftir honum og reyna að ná athygli hans. Ég þráði að tengjast honum,“ sagði hún og bætti við að þessi þrá hafi brenglast þegar hún byrjaði að drekka áfengi og neyta fíkniefna.

John Phillips var söngvari vinsælu hljómsveitarinnar The Mamas & the Papas.

„Með árunum breytist sýn þín, það er eins og reglur samfélagsins verða brenglaðar. Auðvitað var ég nógu gömul til að vita betur, og það er greinilegt að miðað við hvernig ég tala um þetta í bókinni, þá vissi ég betur. Ég get ekki útskýrt þetta, en þetta gerðist.“

Hún sagði að sifjaspellið hafi hætt þegar hún varð ólétt. „Ég fór í þungunarrof og leyfði honum aldrei aftur að snerta mig.“

Mackenzie glímdi við fíkni- og áfengisvanda í þrjá áratugi en er í dag edrú og hjálpar öðrum í sömu sporum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum