fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

„Ég elska kærustuna mína en kynlífsbeiðnir hennar verða sífellt furðulegri“

Fókus
Þriðjudaginn 5. desember 2023 13:12

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins falleg og kærasta mín er, þá hafa kynlífsbeiðnir hennar haft öfug áhrif á mig.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Nýlega fór hún að biðja mig um að sjúga tærnar hennar,“ segir maðurinn. Hann er 30 ára og kærasta hans er 29 ára. Þau hafa verið saman í eitt ár.

„Hún er mjög aðlaðandi og hugsar mjög vel um útlitið, sérstaklega fæturna. Hún fer í fótsnyrtingu í hverjum mánuði og klæðist sandölum við hvert tækifæri sem gefst, meira að segja á veturna.

Fyrir þetta allt saman hefði ég sagt að kynlífið okkar væri fullkomið. Við erum bæði ævintýragjörn og með mikla kynhvöt.“

Maðurinn segir að þetta hafi byrjað sakleysislega.

„Þetta byrjaði á því að hún bað mig um að nudda á henni fæturna, sem mér fannst ekkert mál. En ég viðurkenni að ég var smá hissa þegar ég sá að nuddið kveikti í henni. Hún biður mig enn um að nudda sig en biður síðan um að ég sjúgi tærnar.

Mér fannst allt í lagi að gera það einu sinni, en nú biður hún um það í hvert skipti sem við stundum kynlíf. Ég hef verið að búa til afsakanir og ljúga til að koma mér undan þessu. Hún er þjónustustúlka og er á fótunum allan daginn. Þannig þó hún skoli tærnar þá langar mig ekki að koma nálægt þeim.“

Að lokum spyr hann: „Hvernig get ég talað við hana um þetta, án þess að henni líði illa?“

Ráðgjafinn svarar.

„Þegar kemur að kynferðislegri ánægju þá er ekkert afbrigðilegt á meðan þið njótið þess bæði. Kynnæmissvæði fólks eru mismunandi og ekki hafa áhyggjur af því að kærastan þín sé eitthvað afbrigðileg. En þú þarft að ræða við hana um þetta og útskýra fyrir henni að tásublæti hennar virki ekki fyrir þig.

Kannski getið þið komist að einhvers konar samkomulagi, eins og hvað með að hún þrífi fæturna vel og vandlega og sætti sig stundum við nudd frekar en sog?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum