fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fókus

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix

Fókus
Þriðjudaginn 5. desember 2023 14:15

Family Switch er jólamynd Netflix í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur Netflix hafa lýst óánægju yfir ákveðnu atriði í nýju jólamynd streymisveitunnar, Family Switch. 

Family Switch er eins og vinsæla kvikmyndin Freaky Friday eða myndin The Change-Up, þar sem aðalpersónur skipta um líkama. Í þessu tilfelli skipta foreldrarnir, sem Jennifer Garner og Ed Helms leika, um líkama við börnin sín tvö, unglingsstúlku og -strák.

Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast með fjölskyldunni í þessum nýju aðstæðum og reyna að koma öllu í fyrra horf. Um er að ræða fjölskyldugamanmynd en eitt atriði hefur vakið mikla reiði meðal áhorfenda.

Í umræddu atriði þurfa krakkarnir, sem eru þá í líkama foreldra sinna, að kyssast í veislu.

Atriðið.

„Til hvers að hafa þetta atriði? Mjög skrýtið,“ sagði einn netverji.

„Það er verið að gefa sifjaspell til kynna í þessari mynd. Hvernig hafði það áhrif á söguþráðinn? Og af hverju að setja þetta í jólamynd sem er ætluð allri fjölskyldunni?“

Ljóst er að gagnrýnin hefur ekki haft áhrif á vinsældir myndarinnar en hún er efst á vinsældalista Netflix á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“

Vikan á Instagram – „Trítaðu þína konu“