fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix

Fókus
Þriðjudaginn 5. desember 2023 14:15

Family Switch er jólamynd Netflix í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur Netflix hafa lýst óánægju yfir ákveðnu atriði í nýju jólamynd streymisveitunnar, Family Switch. 

Family Switch er eins og vinsæla kvikmyndin Freaky Friday eða myndin The Change-Up, þar sem aðalpersónur skipta um líkama. Í þessu tilfelli skipta foreldrarnir, sem Jennifer Garner og Ed Helms leika, um líkama við börnin sín tvö, unglingsstúlku og -strák.

Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast með fjölskyldunni í þessum nýju aðstæðum og reyna að koma öllu í fyrra horf. Um er að ræða fjölskyldugamanmynd en eitt atriði hefur vakið mikla reiði meðal áhorfenda.

Í umræddu atriði þurfa krakkarnir, sem eru þá í líkama foreldra sinna, að kyssast í veislu.

Atriðið.

„Til hvers að hafa þetta atriði? Mjög skrýtið,“ sagði einn netverji.

„Það er verið að gefa sifjaspell til kynna í þessari mynd. Hvernig hafði það áhrif á söguþráðinn? Og af hverju að setja þetta í jólamynd sem er ætluð allri fjölskyldunni?“

Ljóst er að gagnrýnin hefur ekki haft áhrif á vinsældir myndarinnar en hún er efst á vinsældalista Netflix á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla