fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

„Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég var settur inn á Hólmsheiði í gæsluvarðhald“

Fókus
Mánudaginn 25. desember 2023 09:59

Mynd/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Guðbjörnsson er 31 árs peyi frá Vestmannaeyjum. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman þar sem hann ræðir opinskátt um hvernig hann fór út af sporinu.

„Það var æðislegt að alast upp í Vestmannaeyjum og ég skil ekki hvernig ég endaði eins og ég gerði miðað við hvað ég átti æðislega æsku,“ segir hann og bætir við að stóra systir hans hafi fengið öll góðu genin. Hann segist hafa verið prakkari sem nennti ekki skólanum en sé þó ekki vitlaus.

Aðspurður þvertekur hann fyrir að hafa verið í uppáhaldi hjá kennurum í grunnskóla en körfuboltaþjálfarinn hans hafi kennt honum aga. „Hann var með sömu taktík og coach Carter og það var ekki í boði neinn aumingjaskapur“.

Fannst hann vera kallinn

Fjórtán ára gamall prófaði hann að drekka fyrst og fannst hann vera kallinn.

„Ég var kallinn, blindfullur og puttaði þrjár stelpur. Ég fann samt ekki eitthvað að ég þyrfti að drekka aftur eins og fólk talar um“.

Það var um sextán ára aldur sem þeir vinirnir fóru að fikta við að taka uppáskrifuð ADHD lyf í nefið og misnota þau þannig.

Í kjölfarið kom kókaín og þar fann Teitur sitt efni. „Frá fyrsta lykli eða línu vissi ég að þetta væri mitt efni. Ótrúlegt samt að ég var ekki japlandi og talandi stanslaust eins og aðrir, ég hafði stjórn.“

Neyslan var í byrjun tengd djammi og helgum en í kjölfarið kom peningafíkn, sala fíkniefna og í lokin innflutningur sem lögreglan náði.

„Ég var búinn að vera í neyslu í 11 ár þegar ég fór í meðferð, þá kominn í dagneyslu á xanax en hélt samt að ég hefði fullkomna stjórn.“

Teitur og Tinna Barkardóttir, umsjónarmaður Sterk saman.

Var beittur ofbeldi

Teitur er óvanur því að tala opið um tilfinningar sínar en segir í þættinum að honum líði eins og hann sé hjá Dr. Phil og opnar á ofbeldi sem hann hefur verið beittur í samböndum.

„Ég á erfitt með að viðurkenna þetta, hefur örugglega eitthvað með my manhood að gera, en ég var beittur andlegu ofbeldi í samböndum sem ég var í og líklega var ég að flýja þá vanlíðan með aukinni neyslu.“

Teitur segir frá því að hann hafi dottið af hestinum og notað á síðustu þjóðhátíð en þá var hann á ákveðnum lágpunkti í sínu lífi eftir mikið andlegt ofbeldi og niðurbrot.

„Ég hitti Birgittu, kærustuna mína, þarna. Við vorum bæði á slæmum stað en það small eitthvað og við erum búin að vera saman síðan. Hún er fyrsta manneskjan sem ég hef verið með sem ég get talað við og verið ég sjálfur. Hún sagði við mig að mér mætti líða illa, ég þarf ekki alltaf að vera karlmaður.“

Hélt að líf sitt væri búið

Teitur er hress og alltaf stutt í grínið, það er það sem heldur honum gangandi.

„Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég var settur inn á Hólmsheiði í gæsluvarðhald. Systir mín tók fjölskylduna mína til ráðgjafa og eftir þetta hef ég geta verið opnari með mín mál. Ég er ekkert eðlilega heppinn með hana. Eftir þetta sá ég líka hverjir eru vinir mínir, þeir komu til mín og gáfu mér knús, það var akkúrat það sem ég þurfti.“

Teitur opnar sig meira en hann bjóst við, það er stutt í sprellið en það er hans hjartans mál að ungir menn og drengir tali um sína líðan í stað þess að halda öllu inni eða leiti lausna í vímuefnum eins og hann gerði svo lengi.

Hlustaðu á allan þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta