fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Nógu slæmt að komast að framhjáhaldi eiginkonunnar – En að vita með hverjum eyðilagði hann

Fókus
Sunnudaginn 10. desember 2023 19:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var nógu slæmt að komast að því að eiginkona mín hafði haldið framhjá mér og stundað kynlíf með öðrum manni í svefnherberginu okkar, en það eyðilagði mig að komast að því að hinn maðurinn hafi verið bróðir minn.“

Svona hefst bréf karlmanns til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Við höfum verið saman síðan við vorum unglingar og erum bæði 42 ára í dag. Bróðir minn er 38 ára og einhleypur, hann hefur alltaf verið algjör sjarmör. Við erum mjög ólíkir. Hann er félagsfiðrildi á meðan mér líður vel einn með sjálfum mér. Bróðir minn og eiginkona vinna bæði hjá frænda mínum.“

Maðurinn segir að allt hafi breyst fyrir tveimur árum.

„Konan mín breyttist þegar hún varð fertug. Hún fór að eyða fullt af pening í nagla- og hársnyrtingu, brúnkusprautun og bótox. En ekkert af þessu virtist vera gert fyrir mig.

Hún hafði engan áhuga að eyða tíma með mér. Hún nýtti hvert tækifæri til að fara út með vinkonum sínum, eða það var það sem hún sagðist vera að gera.

Hún byrjaði að æfa jóga og fór mikið út að hlaupa. Hún leit mjög vel út en var alveg sama um hvað mér fannst og var alltaf með afsökun á reiðum höndum af hverju hún gæti ekki stundað kynlíf.

Mig var farið að gruna eitthvað þegar ég tók eftir því að hún var alltaf með símann á sér. Hún skildi hann aldrei eftir, ekki einu sinni þegar hún fór á klósettið, og virtist alltaf vera að spjalla við einhvern.“

Maðurinn komst loksins að sannleikanum.

„Einn daginn var ég með mjög slæman hausverk og fór heim í hádeginu. Ég var hissa að sjá bíl konunnar minnar fyrir utan. Um leið og ég labbaði inn um dyrnar heyrði ég einhver læti uppi. Áður en ég var komin alla leið upp stigann þá sá ég bróður minn koma út um svefnherbergisdyrnar, hann var rauður í framan og virkaði taugaóstyrkur. Ég var í sjokki en stökk á hann. Honum tókst að komast undan og hljóp niður stigann og út um dyrnar.

Konan mín kom síðan fram. Hún horfði beint á mig og sagði: „Jæja, þú veist þetta allavega núna.“

Þetta var fyrir tveimur vikum og við höfum ekki talað saman síðan. Ég hef verið í gestaherberginu og hún í okkar. Við eigum tvo unga syni og ég vil ekki missa þá. Mér líður svo illa, ég veit ekki hvort ég sjái framtíð hjá okkur.“

Ráðgjafinn svarar:

„Mörg pör fara í gegnum erfiðleika og svik, en þið þurfið að tala um þetta og horfast í augu við það sem hefur vantað í ykkar hjónaband. Það er þess virði að reyna fyrir börnin ykkar.

Bróðir þinn hljómar eins og týpa sem vill ekki skuldbinda sig, þannig það er ólíklegt að eiginkona þín sjái framtíð með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum