fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Fókus

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldarviðvörun! Þessi grein inniheldur atriði úr nýjasta og síðasta þætti Golden Bachelor.

Aðdáendur rómantíkur hafa setið fyrir framan skjáinn fjölda ára og þáttaraða af The Bachelor og The Bachelorette, þar sem einn útvalinn maður og ein útvalin kona hafa þurft að velja milli rúmlega tuttugu álitlegra vonbiðla af hinu kyninu. Í haust ákvað sjónvarpsstöðin ABC að hækka sig aðeins í aldri og valdi fyrsta þáttakandann í Golden Bachelor, þar sem heldri borgarinn Gerry Turner, 72 ára, mátti erfiða við að velja sér konu úr hópi 22 kvenna. Konurnar eru á aldrinum 60-75 ára og svo sannarlega hver annarri glæsilegri og skemmtilegri. Já hann Gerry átti svo sannarlega margan hausverkinn fyrir höndum!

Valið stóð að lokum á milli tveggja kvenna: Leslie Fhima, 64 ára, fitnesskennara og dansara frá Minnesota og Theresa Nist, 70 ára, fjármálaráðgjafa frá New Jersey.

Gerry valdi Theresu og geta þau ekki beðið eftir að verja ævinni saman. Parið trúlofaði sig í síðasta þættinum og tikynntu að þau hygðust gifta sig strax í janúar fyrir framan áhorfendur í sérstökum brúðkaupsþætti sem sýndur verður í beinni útsendingu á ABC þann 4. janúar. 

„Við ætlum að gifta okkur, við ætlum að gera það eins fljótt og við getum því á okkar aldri höfum við ekki mikinn tíma til að eyða,“ sagði Gerry.

„Taktu dagsetninguna frá: Gerry og Theresa eru að gifta sig og veistu hvað, okkur er boðið í brúðkaupið því það verður í beinni á ABC 4. janúar,“ sagði þáttastjórnandinn Jesse Palmer síðan. „Hvað finnst ykkur um þetta, þetta er svo spennandi!“

Eins og áhorfendur þáttanna fylgdust með (mögulega er blaðamaður sá eini hér á landi?) þá játaði Gerry báðum konunum ást sína í svokölluðum Fantasy Suites þætti. En hann segir að í lokin hafi hann fundið fyrir sterkari tengslum við Theresu.

„Þegar leið að lokum þá átti ég í virkilegri innri baráttu gagnvart nokkrum konum. En ég fékk alltaf skýrari sýn við viss atvik,“ sagði Gerry í viðtalið við People fyrir nokkru. Sagðist hann hafa leitað eftir vissum eiginleikum og hann hafi fljótlega komist að því hvaða konur byggju yfir þeim.

„Ég hitti sumar kvennana einar og þær voru allar fallegar, þokkafullar og gáfaðar, en engin þeirra var sú rétta. Ég varð að finna þá einu réttu.“

Og hana fann hann í Theresu, sem hann bað að tveimur dætrum sínum og barnabörnum viðstöddum í lokaþættinum. Theresa sagði að sjálfsögðu já.

„Ég er svo brjálæðislega ástfangin af þér, Gerry, og mér finnst að fyrir okkur sé lífið ekki búið, það besta er enn eftir.“

Gerry sagði Leslie frá því áður en kom að lokaatriðinu að hún væri ekki sú útvalda. Sagði hún hann hafa valdið sér hjartasorg og gengið á bak orða sinna þegar hann sagðist elska hana. En hún þakkaði honum í það minnsta fyrir að brjóta hjarta hennar fyrir „bónorðsdaginn.“

„Nú þarf ég ekki að ganga niður pallinn í 60 þúsund dala kjól með demantseyrnalokka og verða vandræðaleg. Þessu er bara lokið hér og fyrir það þakka ég þér fyrir.“

Gerry vissi að hann gat ekki kjaftað sig frá þessu. 

„Ég tók mjög góða manneskju og braut hjarta hennar,“ sagði Gerry við gestgjafann Jesse Palmer. „Ég hata sjálfan mig og ég hata allt núna. Ég held að eina skiptið sem mér hefur liðið verr á ævinni sé þegar konan mín lést. Leslie er góð manneskja og ég kann vel við hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu
Fókus
Í gær

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“