fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Fókus

Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson þarf að borga henni 366 milljónir til baka

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2023 09:29

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandon Blackstock, fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Kelly Clarkson, hefur verið skipað að greiða henni rúmlega 366 milljónir krónur til baka eftir að hafa ofrukkað þóknun sína þegar hann starfaði fyrir hana á meðan þau voru gift.

Samkvæmt lagaskjölum sem TMZ hefur undir höndum er litið svo á að Blackstock hafi farið yfir línuna þegar hann bókaði gigg og skrifaði undir samninga fyrir þáverandi eiginkonu sína.

Vinnumálastjóri Kaliforníu lítur svo á að aðeins umboðsmenn en ekki stjórnendur (e. manager) – sem var titill Blackstock –  geti með lögmætum hætti bókað verkefni fyrir skjólstæðing sinn. Það eru hins vegar einhverjar undantekningar.

Blackstock þarf að greiða Clarkson rúmlega 366 milljónir króna, en hann er sagður ætla að áfrýja ákvörðun vinnumálastjóra.

Clarkson, 41 árs, sótti um skilnað frá Blackstock, 46 ára, í júní 2020 eftir næstum sjö ára hjónaband. Þau eiga saman tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu
Fókus
Í gær

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“