fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Fókus

Er þetta besta jólaauglýsing allra tíma? – „Hún á góða daga og slæma, en ástin er alltaf til staðar“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfjölskyldan er sameinuð á jólum, börnin koma hlaupandi til ömmu sinnar með jólapakka, en hún svarar þeim ekki og horfir bara fjarræn á svip út um gluggann.

„Hvernig hefur hún það?“ spyr dóttir hennar föður sinn. „Hún á góða daga og slæma, en ástin er alltaf til staðar,“ svarar faðirinn. Aðspurður um hvort hún eigi fleiri slæma daga en góða, svarar faðirinn að suma daga þekki hún hann ekki.

Ung kona, ömmubarn hennar, stendur upp, gengur að ömmunni og segir: „Gerum daginn í dag að góðum degi.“ Saman fara þær svo út í bílskúr, setjast inn í bíl, spenna beltin, setja tónlist á og keyra af stað.

Rétt er að taka vasaklútinn fram áður en horft er á þessa fallegu og hjartnæmu jólaauglýsingu um minningar úr fortíðinni og samverustundir fjölskyldunnar úr smiðju bílaframleiðandans Chevrolet. Auglýsingin er samstarf Chevrolet og Alzheimersamtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu
Fókus
Í gær

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“