fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Kyntákn hvíta tjaldsins átti sér dekkri hlið – „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 09:30

Cary Grant í einu þekktasta atriði kvikmyndasögunnar úr kvikmyndinni North by Northwest

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir um fjórum mánuðum var ég að fara í gegnum öryggishólfið mitt og ég fann nokkra handskrifaða miða frá honum sem voru svo yndislegir og fengu mig til að skilja hvers vegna ég varð ástfangin af honum,“ sagði bandaríska leikkonan, Dyan Cannon sem er orðin 86 ára, við Page Six í nýlegu viðtali.

Cannon var 28 ára þegar hún giftist kvikmyndatákninu Gary Grant, sem þá var 61 árs,  árið 1965. Þau eignuðust dótturina Jennifer, árið 1966 og skildu tveimur árum síðar. Hjónabandið var stormasamt og var ítrekað fjallað um það í fjölmiðlum með sláandi fyrirsögnum sem voru Grant ekki í hag. 

Hjónin og dóttirin Jennifer

Sleppti miklu í endurminningum sínum

Cannon gaf endurminningar sínar út árið 2011, Dear Cary: My Life with Cary Grant, ogþar segir hún frá vandamálum sem hófust við upphaf sambands þeirra. Grant hafi gagnrýnt klæðaburð hennar og oft orðin stjórnlaus af reiði. „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað næst, og þegar hann var ekki í vinnunni elti hann mig um húsið og taldi upp galla mína,“ skrifaði hún.

„Ég setti ekki glasamottu undir vatnsglasið mitt. Ég lagði bílnum mínum skakkt í innkeyrslunni. Ég átti ekki að vera svona vingjarnleg við póstmanninn vegna þess að hann gæti fengið rangar hugmyndir, eða við vinnukonuna vegna þess að það var gott að halda fjarlægð frá henni.“ Segir hún að Grant hafi einnig þrýst á hana að neyta LSD með sér. 

Hún viðurkennir að hún hafi sleppt fjölmörgu úr bókinni.„Það sem var mjög krefjandi fyrir mig við skrifin var hvað ég á að segja og hvað ekki. Cary átti svo marga sem elskuðu hann og ég vildi ekki láta þau missa stjörnuljómann yfir honum, minn hvarf um stund, það er furðulegt að ég er aftur komin með hann.“

Mæðgurnar Jennifer og Dyan.

Æska Archie var erfið

Ný stuttþáttaröð á Britbox, Archie, byggir á bók Cannon. Archie Leach er og bernska hans raunverulegt nafn Grant og er æska hans eins og úr bók eftir sjálfan Charles Dickens.

Hann ólst upp við mikla fátækt í Bristol á Englandi. Þegar Archie var níu ára lét faðir hans leggja móður hans inn á geðdeild og sagði Archie að hún væri látin. Hann var orðinn 31 árs þegar hann komst að því að hún var á lífi. Erfitt samband þeirra í æsku Archie og það að hann taldi móður sína hafa yfirgefið sig átti eftir að lita öll hans framtíðarsambönd. Archie breytti nafni sínu í Cary Grant árið 1941, hann lést árið 1986, 82 ára að aldri.

Jason Issacs, sem leikur eldri Grant í þáttaröðinni, sagði að í fyrstu hafi honum fundist  fáránlegt að vera boðið hlutverkið. „Og svo las ég handritið og áttaði mig á því að það snýst ekki um Cary Grant. Þetta snýst um Archie Leach, þess vegna er það kallað „Archie“ … allt sem ég vissi um Cary Grant, sannleikurinn reyndist vera hið gagnstæða. Þættirnir fjalla um mynd af manneskju, sem fann mikla endurlausn og frið með því að verða foreldri. Hann lærði að hann myndi aldrei öðlast ástina sem hann missti í æsku, en hann gat veitt barninu sínu ást á þann hátt sem hann gat aldrei gefið fullorðnum af því að hann ýtti öllum frá sér áður en þeir myndu yfirgefa hann.“

Laura Aikman og Jason Isaacs í hlutverkum sínum í Archie.

Cannon tengir við þessa lýsingu á fyrrum eiginmanni sínum. „Mér finnst eins og það sem gerðist var að hann þurfti að yfirgefa okkur áður en við yfirgáfum hann eða ég yfirgaf hann, til að vera með yfirhöndina, því hann var alls ekki hamingjusamur,“ segir hún og segist hún vona að fólk muni elska Grant meira eftir að hafa horft á þættina.

„Við lítum á aðra og hugsum með okkur að þeir eigi svo frábært líf, en innra með viðkomandi geta verið ör, eins og hjá Grant sem átti erfiða fortíð. Og þau áhrif sem áföllin höfðu á hann, hafa áhrif á aðra.“

Átti Grant í ástarsambandi við vin sinn?

Þáttaröðin kemur einnig inn á sögusagnir um samkynhneigð Grant og að hann hafi átt í samband við leikarann og fyrrum meðleigjanda hans Randolph Scott. Sjálf segist Cannon aldrei hafa séð neinar vísbendingar um að þær sögusagnir eigi við rök að styðjast. „Ef þetta er satt, þá varð ég aldrei vitni að neinu.  Grant var mér aldrei ótrúr. Framhjáhald var ekki vandamálið, karlmenn voru ekki vandamálið, við vorum vandamálið,“ segir Cannon sem segir fyrrum eiginmann sinn hafa verið einstakan. „Þegar hann gekk inn þá átti hann rýmið. Það var enginn eins og hann og mun aldrei verða.“

Randolph Scott og Cary Grant
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“