fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Slæmar fréttir af veikindum Shannen Doherty

Fókus
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 12:15

Shannen Doherty. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Shannen Doherty hefur barist hetjulega við krabbamein síðastliðin átta ár. Hún deilir hins vegar slæmum fréttum af veikindum sínum í forsíðuviðtali við tímaritið People.

Doherty, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Beverly Hills 90210, greindist með brjóstakrabbamein árið 2015. Árið 2019 greindist hún aftur með krabbamein og ekki löngu síðar hafði meinið dreift sér og var komið í heilann. Í viðtalinu við People greinir hún frá því að krabbameinið sé komið í beinin.

„Ég vil ekki deyja,“ segir leikkonan sem er 52 ára. Þó að staðan sé erfið segist Doherty ekki ætla að gefast upp. „Ég er ekki hætt að lifa, ég er ekki hætt að elska og ég er ekki hætt að skapa […] Ég hef þá tilfinningu að ég eigi enn eftir að upplifa mitt besta augnablik í lífinu,“ segir hún.

Í viðtalinu kemur hún inn á það að meira fjármagn þurfi til að finna lækningu gegn krabbameini. „Það er í rauninni algjört rugl að við séum ekki enn komin með lækningu,“ segir hún meðal annars.

Þá segist hún vera að byrja með nýtt hlaðvarp sem hefur fengið nafnið Let‘s be Clear, en í því ætlar hún að ræða um líf sitt, leiklistarferil, sambönd og baráttuna við krabbameinið. „Það er eins og fólk geri ráð fyrir því að maður geti ekki gengið, borðað eða unnið þegar maður er með krabbamein. En það er svo langt frá því að vera satt.“

Hægt er að lesa allt viðtalið við Doherty hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla