fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Ólafur Darri í aðalhlutverki þáttaraðar eftir verðlaunabók Skúla

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 11:22

Skúli Sigurðsson og Ólafur Darri Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlaunaglæpasagan Stóri bróðir verður að sjónvarpsþáttaröð í fjórum þáttum með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki. Íslenska framleiðslufyrirtækið Act 4 sér um framleiðsluna, eins og segir í frétt Variety.

Bókin Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson kom út árið 2022, bókin hlaut Blóðdropann sem besta glæpasagan og er tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Þáttaröð byggð á bókinni verður eitt af fyrstu verkefnum Act 4, sem stofnað var fyrr á þessu ári af Ólafi Darra, Herði Rúnarssyni, Jónas Margeiri Ingólfssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.

„Stóri bróðir er saga um hefnd og réttlæti, um kærleika og missi, ofbeldi og gamlar syndir. Svartklædd vera gengur í skrokk á manni við Rauðavatn og hverfur svo eins og vofa út í nóttina. Enginn veit hver árásarmaðurinn er eða hvað vakir fyrir honum.  Emil Þorsteinsson, blaðamaður, telur árásina tengjast öðrum árásum í Reykjavík og að svartklædda veran sitji skipulega um fórnarlömb sín. Rannsókn Emils leiðir í ljós að árásarmaðurinn telur sig ganga erinda þeirra sem eiga um sárt að binda; hann vilji útdeila réttlæti fyrir þeirra hönd.Stóri bróðir er hörkuspennandi og blóði drifin glæpasaga sem tekur óvæntar vendingar þegar minnst varir,“ eins og segir á heimasíðu Drápu útgefanda Skúla.

Bókin spyr lesendur ágengra spurninga þegar kemur að glæpum og refsingum.

„Ég las Stóra bróður síðasta sumar eftir að hafa heyrt meðmæli með bókininni frá mörgum aðilum. Bókin heillaði mig strax, hún er frábærlega skrifuð, hröð og kallar á að verða að sjónvarpsþáttaröð. Við hjá Act 4 erum mjög spennt fyrir því að koma bók Skúla á hvíta tjaldið og við vitum að aðdáendur glæpamynda munu elska hana. Það er langt síðan ég las jafn frábæra frumraun og Stóri bróðir. Ég vil líka benda fólki á að lesa næstu bækur Skúla, sem nýlega gaf út aðra skáldsögu sína, Maðurinn frá São Paulo,“ segir Ólafur Darri.

„Ég er mjög ánægður og stoltur yfir því aðAct 4 ætli að gera sjónvarpsseríu byggða á skáldsögu minni Stóra bróður. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma og það er ánægjulegt hefja ferlið. Það er heiður að vinna með jafn frábæru framleiðslufyrirtæki og Act 4. Framtíðarsýn þeirra fyrir Stóra bróður er sterk og ég hlakka til verkefnisins með Ólafi Darra og félögum,“ segir Skúli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum