fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Fókus

Þrifsérfræðingur segist frekar vilja þrífa skítugt klósett en uppþvottavél – Þetta er ástæðan

Fókus
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 09:59

Kate Croukamp gerði frekar ógeðslega uppgötvun á heimili skjólstæðings fyrir stuttu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrifsérfræðingurinn Kate Croukamp, sem hefur starfað við ýmis þrif undanfarin fimmtán ár, segir að hún myndi frekar vilja þrífa skítugt klósett en uppþvottavél.

Hún sýnir af hverju með því að birta mynd af uppþvottavél á heimili skjólstæðings sem hún þreif á dögunum.

„Þú finnur venjulega lyktina um leið og þú opnar uppþvottavélina. Það er vísbending um hvað gæti leynst þarna inni,“ sagði hún.

„En þú veist það ekki fyrr en þú tekur filterinn út og skoðar hann.“

Í þessu tilfelli var ástandið einstaklega slæmt, en það leit út fyrir að það væru að vaxa sveppir og ostrur í filternum.

„Ég hef starfað við þrif í fimmtán ár en ég hef aldrei séð neitt svona,“ sagði hún í myndbandi á  TikTok sem hefur vakið gríðarlega athygli.

Eftir að Croukamp var búin að þrífa var filterinn eins og nýr.

Eins og fyrr segir vakti myndbandið mikla athygli og áttu margir erfitt með að skilja hvernig einhver gat leyft þessu að gerast. En þrifsérfræðingurinn sagði að margir hafa ekki hugmynd um að það sé filter á uppþvottavélum sem þarf að þrífa.

„Það er auðvelt að dæma aðra á netinu, en mörgum var aldrei kennt að þrífa,“ segir hún og bætir við að það séu ýmsar ástæður fyrir því að fólk missi tökin á heimilinu, eins og andleg veikindi eða áföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis