fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Íslandsvinurinn Chris hjólaði 400 km yfir suðurströndina á aðeins sjö dögum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 13:15

Chris Burkard Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Burkard mun í samstarfi við 66°Norður frumsýna nýja mynd sína The Forgotten Coast í Grósku á morgun föstudag klukkan 19. Myndin fjallar um 400 kílómetra hjólreiðatúr þvert yfir alla suðurströnd Íslands á aðeins sjö dögum í fyrrasumar. Íslandsævintýrið var frumsýnt í gær í verslun 66°Norður á Regent Street í London og var húsfyllir á tveimur sýningum. Fékk myndin og náttúra Íslands því mikla athygli fjölda gesta í London.

Chris er sjálflærður, margverðlaunaður ljósmyndari sem hefur mikla ástríðu fyrir náttúru Íslands og höfum við fengið að fylgjast náið með ævintýralegum ferðalögum hans síðustu ár.Forgotten Coast er ein af þeim ferðum, en þar lagði Chris af stað sumarið 2022 ásamt þeim Steve Fassbinder og Cameron Lawson með því markmiði að hjóla 400 kílómetra þvert yfir alla suðurströnd Íslands á aðeins sjö dögum. Margar áskoranir urðu á vegi þeirra þar sem þeir þurftu meðal annars að fara yfir 41 á og fljót og hjóla á mjög krefjandi undarlagi meiri hluta leiðarinnar. Chris mun ávarpa gesti og segja frá bæði hápunktum og lágpunktum ferðarinnar og taka við spurningum úr sal. Hægt verður að kaupa útprentaðar ljósmyndir og bækur sem Chris hefur gefið út í gegnum tíðina og mun Chris sjálfur vera á svæðinu og árita fyrir þá sem vilja.

Takmarkað magn er af miðum á sýninguna en miða má finna hér.

Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum