fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Smellur Bonnie var upphaflega saminn fyrir vampírusöngleik

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 15:30

Bonnie Tyler

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1983 kom lagið Total Eclipse of the Heart út með Bonnie Tyler, lagið varð einn af stórsmellum ársins og hefur alla tíð síðan verið eitt af einkennislögum níunda áratugarins.

Lagið fagnar því fertugsafmæli í ár og af því tilefni var Tyler í viðtali við The Guardian. Þar ljóstrar hún því upp að áður en lagið kom í hennar hendur þá var það hugsað fyrir söngleik um vampíruna Nosferatu. 

Segir hún lagahöfundinn og framleiðandann Jim Steinman hafa unnið að laginu og síðan sett það til hliðar þegar hann fór að vinna tónlist fyrir vampírusöngleikinn sem fyrirhugaður var. „Hann sagði mér að hann hefði byrjað að skrifa lagið fyrir söngleikinn mörgum árum áður, en aldrei klárað það.“

Tyler segir að hana hafi langað til að vinna með Steinman þar sem hún var aðdáandi vinnu hans með Meat Loaf og lagið Total Eclipse of the Heart varð fyrsta lagið sem þau unnu saman.  Eftir að hafa tekið eina vinnulotu saman í New York bauð Steinman Tyler aftur til sín og sýndi henni lagið. „Ég áttaði mig strax á hversu frábært lagið er,“ sagði hún þegar hún heyrði Rory Dodd, aðalsöngvara lagsins, flytja það í fyrsta skipti.

Þrátt fyrir ekkert hafi orðið af vampírusöngleiknum, þá má finna ákveðinn gotneskan hrylling í myndbandi lagsins. „Við tókum myndbandið á ógnvekjandi gotnesku fyrrum hæli í Surrey. Hundarnir vildu ekki stíga fæti inn í herbergin niðri þar sem þeir voru vanir að veita fólki raflostmeðferð. Ég lagði hjarta mitt í sönginn.“

Total Eclipse of the Heart varð algjör smellur og sat á toppnum á Billboard Hot 100 listanum í fjórar vikur árið 1983, hlaut Grammy-tilnefningu fyrir bestu poppsöngframmistöðu og er jafnan talið eitt af þekktustu lögum níunda áratugarins.

Þó að ekkert hafi orðið úr upprunalega vampírusöngleiknum, þá kom lagið fyrir í öðrum slíkum, Dance of the Vampires, uppsetningu Steinmans á Roman Polanski kvikmyndinni The Fearless Vampire Killers frá 1967, sem frumsýnd var í Vínarborg árið 1997.

Þegar söngleikurinn var settur upp á Broadway árið 2002 sagði Steinman frá upphafssögu lagsins í viðtali við Playbill þegar hann útskýrði hvers vegna hann hafði lagið með í söngleiknum sem annars innihélt frumsamin lög.

„Með „Total Eclipse of the Heart var ég að reyna að búa til ástarlag og ég mundi að ég skrifaði það í raun og veru til að vera vampíruástarlag. Upprunalegur titill þess var Vampires in Love vegna þess að ég var að vinna að söngleik um Nosferatu, hina frábæru vampírusögu. Þegar maður hlustar á textann, þá er hann í raun eins og vampírulínur. Þetta snýst allt um myrkrið, kraft myrkursins og hlutverk ástarinnar í myrkrinu.“

Tyler er nú lögð af stað í tónleikaferð, meðal annars til að fagna 40 ára afmæli lagsins, túrinn hófst í október og verður framhaldið um alla Evrópu þar til snemma árs 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla